Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 128
Ævisögur og endurminningar
vonbrigði, „afrek í ósigr-
um lífsins" eins og Guð-
mundur Ingi yrkir um.
Fjöldi ljósmynda prýðir
verkið.
172 blaðsíður.
Vestfirska forlagið
ISBN 9979-9343-5-2
Leiðb.verð: 3.480 kr.
NÝ FRAMTÍÐ -
í NÝJU LANDI
Valgeir Sigurðsson
Þessi bók hefur að geyma
viðtöl við fimm þýskar
konur sem fluttust til ís-
lands eftir síðari heims-
styrjöldina. Þær segja á
opinskáan hátt frá lífinu
í Þýskalandi undir stjórn
nasismans, hörmungum
heimsstyrjaldarinnar og
hvernig þær kynntust ís-
lensku þjóðfélagi við
misjafnar aðstæður, lög-
uðu sig að því og urðu
Islendingar.
193 blaðsíður.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-440-2
Leiðb.verð: 3.890 kr.
BÓKABÚð
Rannveigar H.
Ólafsdóttur
Kjarna - 650 Laugar
sími 464 3191
ÓLAFUR LANDLÆKNIR
Vilhelm G. Kristinsson
Ólafur Ólafsson, sem var
landlæknir í rösklega ald-
arfjórðung, er löngu þjóð-
kunnur fyrir störf sín. I
bráðskemmtilegum og
fróðlegum endurminn-
ingum sínum kemur
Ólafur víða við. Hann
segir frá eftirminnilegu
fólki, atburðum og mál-
efnum fré löngum og
stormasömum ferli. Ólaf-
ur er um margt óvenju-
legur embættismaður;
hann talar hreint út en á
afar auðvelt með að sjá
broslegu hliðarnar, jafn-
vel á alvarlegustu mál-
um.
330 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-1428-7
Leiðb.verð: 4.460 kr.
SAGNAÞÆTTIR
Tómas Guðmundsson
Tómas Guðmundsson
var eitt ástsælasta ljóð-
skáld þjóðarinnar á þess-
ari öld. Jafnhamt naut
hann ómældra vinsælda
fyrir sagnaþætti sína sem
birtust í blöðum og tíma-
ritum og síðar í ritröð-
inni Islenzkir örlagaþætt-
ir. Hér er um að ræða
þjóðlegan fróðleik eins
og hann gerist bestur því
að í sagnaþáttum sínum
sameinar Tómas skáld-
r%:i£
$ 1. T
(
LX
Sagnaþætti T 6 M A S A R
Guðmundssonar
legt innsæi, fagran stíl og
sagnfræðilega nákvæmni.
Þessar perlur íslenskrar
sagnalistar hafa verið
ófáanlegar um áratugi.
288 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1966-6
Leiðb.verð: 3.980 kr.
STEINGRÍMUR
HERMANNSSON
Ævisaga II
Dagur B. Eggertsson
I áratugi var Steingrímur
Hermannsson í eldlínu
stjórnmálanna og í þess-
ari bók er hann í senn
einlægur og ósérhlífinn
og ófeiminn við að segja
skoðun sína á mönnum
og málefnum. Um leið
greinir hann frá því sem
gerðist að tjaldabaki á
sviði stjórnmálanna og
fáir vissu af - sumt hefur
aldrei áður komið ham
opinberlega og er merki-
legt innlegg í íslenska
stjórnmálasögu. Bókin er
prýdd fjölda ljósmynda.
380 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-1431-7
Leiðb.verð: 4.460 kr.
SVIPTINGAR
ÁSJÁVARSLÓÐ
Höskuldur
Skarphéðinsson
Höskuldur skipherra
bregður upp svipmynd-
um há langri starfsævi í
Landhelgisgæslunni,
hvort heldur eru björg-
unarferðir á úthöfum í
fárviðri og brotsjó eða
átök við herskip hennar
hátignar þegar Bretar
neituðu að viðurkenna
fiskveiðilögsögu Islend-
inga og svifust einskis í
þeim tilgangi að sigla ís-
lensku varðskipin í kaf.
Rauður þráður hásagnar-
innar er þó ósvikið yfir-
lætisleysi og samúð hins
lífsreynda sjómanns með
öllum þeim sem þjást og
þola. Höfundur ritar sögu
sína á þróttmiklu máli
og smitandi hásagnar-
gleði hans gerir þessa
sjávarsögu að sönnum
skemmtilestri.
248 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1962-3
Leiðb.verð: 4.280 kr.