Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 86
Fræði og bækur alnienns efnis
PÓRIÍIHITIHERB
BRETflRIlIR
BRETARNIR KOMA
Þór Whitehead
Þór Whitehead varpar
hér nýju ljósi á hernám
Breta á íslandi árið 1940.
Aldrei hafa hernáminu
verið gerð viðlíka skil og
er bókin í senn fróðleg
og skemmtileg. Höfund-
urinn byggir á þriggja
áratuga rannsóknum og
er afraksturinn einstak-
lega trúverðug mynd af
einhverjum örlagaríkustu
vikum Islandssögunnar.
Bókin er prýdd fjölda
ljósmynda sem margar
koma nú í fyrsta sinn
fyrir almenningssjónir.
Þór hlaut Islensku bók-
menntaverðlaunin fyrir
síðustu bók sína, Milli
vonar og ótta.
424 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-1435-X
Leiðb.verð: 4.860 kr.
BYGGÐASAGA
SKAGAFJARÐAR I
Ritstjóri og aðalhöfund-
ur: Hjalti Pálsson frá
Hofi
Þetta er fyrsta bindi í rit-
röðinni Byggðasaga Skaga-
fjarðar sem áætlað er að
verði alls 7 bindi og
komi út á næstu 10 árum.
í fýrsta bindi er fjallað
um tvo hreppa sýslunn-
^asagaSkag^.
V I. bindi
SkefílssUðahreppur - Skarðshreppur
Hjalti Pálsson frá Hofi
ar, Skefilsstaðahrepp og
Skarðshrepp sem saman
telja um 80 jarðir. Fjallað
eru um hverja einustu
jörð á nokkrum blaðsíð-
um í máli og myndum
þar sem er m.a. landlýs-
ing, tafla um fólkstal og
áhöfn, gerð grein fýrir
húsakosti, ræktun og
eignarhaldi og drepið á
ýmsa þætti í sögu hverr-
ar jarðar. Auk þess er
gerð grein fyrir öllum
fornbýlum og seljum sem
tengjast hverri jörð. Drjúg-
ur hluti bókarinnar er
áhugavert ítarefni: þjóð-
sögur, vísur eða frásagnir
af mönnum og atburð-
um. Loks er ábúendatal
frá 1781 til 1999. í stuttu
máli má tala um eins-
konar æviskrá hverrar
jarðar. Nokkur umfjöllun
er einnig um sveitarfélög-
in.
Bókin er í stóru broti
með yfir 400 ljósmynd-
um, kortum og teikning-
um, að meiri hluta í lit-
um. Litmynd er af hverri
jörð eins og hún horfir
við í dag og litmyndir af
núverandi ábúendum auk
fjölmargra annarra mynda
gamalla og nýrra.
360 blaðsíður.
Sögufélag Skagfirðinga
ISBN 9979-861-08-1
Leiðb.verð: 11.900 kr.
'Dagbófi
Samsins
‘Jyrstu árin
•Tnfmyfr jictíi 1rlt JýMAnHgV
DAGBÓK BARNSINS
FYRSTU ÁRIN
Texti: Bryndís
Bragadóttir
Myndskr.: Erla
Sigurðardóttir
Bókin er ætluð til að skrá
helstu viðburði í lífi barns
frá fæðingu til fyrsta
skóladags. Teikningar eru
úr íslensku umhverfi.
Endurútgefin
48 blaðsíður.
Hörpuútgáfan
ISBN 9979-50-030-1
Leiðb.verð: 1.580 kr.
ELSKULEGA MÓÐIR
MÍN, SYSTIR, BRÓÐIR,
FAÐIR OG SONUR.
Fjölskyldubréf frá 19.
öld.
Sýnisbók íslenskrar
alþýðumenningar # 3.
Sigrún Sigurðardóttir
tók saman
Bók þessi fjallar um bréfa-
skipti reykvískrar alþýðu-
fjölskyldu á síðari hluta
19. aldar. Markið var sett
hátt, Lærði skólinn fýrir
drengina en dætrunum
var ætlað annað hlut-
skipti. Samskipti syst-
kinanna sín á milli og
við foreldrana eru sér-
staklega upplýsandi fyrir
hugarástand ungs fólks á
tímabilinu. Bréfin sem
hér eru birt veita einnig
óvenjulega sýn inn í hug-
myndir þeirra sem voru
að reyna af vanefnum að
koma sér áfram í lífinu.
Drengirnir stóðu sig vel
og nokkrir þeirra komust
til mikilla metorða eins
og Finnur Jónsson sem
varð prófessor í norræn-
um fræðum við Kaup-
mannahafnarháskóla og
Klemens Jónsson sem
varð landritari og síðar
ráðherra. Guðrún systir
þeirra Borgfjörð varð þjóð-
kunn eftir að sjálfsævi-
saga hennar kom út um
miðja tuttugustu öldina.
Bókin er því kjörin lesn-
ing fyrir alla þá sem
áhuga hafa á baráttu fá-
tækra manna fyrir mann-
sæmandi kjörum, bar-
áttu sem leiddi til fulln-
aðarsigurs.
350 blaðsíður.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-386-8
Leiðb.verð: 3.300 kr.
EVRA
Aðdragandi og
afleiðingar
Jón Sigurðsson
Efnið varðar alla þætti
íslensks atvinnulífs, ekki
síður en önnur Evrópu-
ríki og skipan gjaldeyris-
mála í heiminum. Evran
skiptir okkur miklu máli
og er þegar farið að gæta
áhrifa af notkun hennar
hér. Innan tíðar munu ís-
lensk stjórnvöld ákvarða
84