Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 88
Fræði og bækur almenns efnis
F.i-ra
að taka upp notkun Evru
eða hafna. Hvort tveggja
verður afdrifaríkt. Höf-
undurinn, aðalbankastjóri
Norræna fjárfestingar-
bankans, reifar málið frá
ýmsum hliðum.
98 blaðsíður.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-056-2
Leiðb.verð: 2.500 kr.
Árbók Ferðafélags
íslands 1999
FIRÐIR OG FÓLK
900 - 1900
Vestur-ísafjarðarsýsla
Kjartan Ólafsson
Firðir og fólk 900 - 1900
er árbók Ferðafélags ís-
lands 1999 og 72nur bók
í ritröðinni frá upphafi
hennar 1928.
Árbókin fjallar að þessu
sinni um Vestur-ísafjarð-
arsýslu: Gengið er bæ frá
bæ í Arnarfirði, Önund-
arfirði og Súgandafirði,
litið á landslag og hugað
að mannlífi og minjum
eitt þúsund ára. Fyrsti
bærinn er Hokinsdaíur í
Auðkúluhreppi og sá síð-
asti Keflavík norðan Galt-
ar í Suðureyrarhreppi.
Fremst í umfjöllun um
bæi í hverjum hreppi er
yfirlitsgrein um hrepp-
inn, þar sem rakin er bú-
setu- og atvinnusaga frá
öndverðu með áherslu á
síðustu öldina, sem um
er fjallað, 19. öld. Óhætt
er að segja að ritið Firðir
og fólk 900 - 1900 sé
vandað verk og raunar
stórvirki, sem enginn sá
getur án verið, er vill
fræðast eða ferðast um
Vestur-ísafjarðarsýslu.
Bókin er hátt á 5ta hund-
rað síður auk ítarlegra
skráa um heimildir og
um menn og staði, sem
nefndir eru til sögu.
Feikimikið efni er hér
saman komið enda ritar
höfundur knappan stíl
og gerir heimildir sínar
sýnilegar og nærtækar.
I bókinni eru stað-
fræðikort og aðrir upp-
drættir og rúmlega 100
ljósmyndir, sumar nýjar
en aðrar gamlar og fágæt-
ar. Arbókina geta allir
eignast með því að gerast
félagar í Ferðafélagi ís-
lands eða deildum þess
víða um land. Bókin fæst
einnig innbundin fýrir
lítið aukagjald og er
þannig búin vel fallin til
gjafa.
603 blaðsíður.
Ferðafélag Islands
ISBN 9979-9391-1-7 ób.
/-0-9 ib.
Leiðb.verð: 3.500 kr. /
4.000 kr. ib.
eftir Sölva Helgason
'
JÓn Óskar vann textann
FRAKKLANDSSAGA
Sölvi Helgason
Jón Óskar vann textann
undir prentun
Frakklandssaga eftir Sölva
Helgason er vafalaust eitt-
hvert sérkennilegasta fyr-
irbrigði sem til er í ís-
lenskri menningarsögu.
Sagan nær yfir allt tíma-
bilið frá því að Júlíus
Sesar lagði undir sig Gall-
íu en einkum frá þjóð-
flutningatímunum og til
loka Napóleonsstyrjald-
anna, eða 1815. Ágrip er
þetta að sjálfsögðu en
samfelld saga. Hér er á
ferðinni sérstakt einstak-
lingsbundið verk, sér-
stætt menningarfyrirbæri
og bókmenntaverk en
ekki vísindaleg sagnfræði
að hætti nútímasagnfræð-
inga.
168 blaðsíður.
Ólafur Jónsson
Dreifing: Ormstunga
ISBN 9979-60-402-6
Leiðb.verð: 2.980 kr.
FRÁ BJARGTÖNGUM
AÐ DJÚPI
2. bindi
Mannlíf og saga á Vest-
fjörðum í sinni fjölbreyti-
fegu mynd. Mikill fjöldi
ljósmynda sem aldrei
hafa birst áður. Höfundar
bæði þjóðþekktir og minna
þekktir. Hentug til gjafa
við öll tækifæri.
192 blaðsíður.
Vestfirska forlagið
ISBN 9979-9343-7-9
Leiðb.verð: 3.900 kr.
FRÁ LÍNUVEIÐUM
TIL TOGVEIÐA
Þættir úr sögu
útgerðar á ísafirði
frá 1944 til 1993
Jón Páll Halldórsson
I bók þessari eru dregnir
saman helstu þættirnir í
útgerðarsögu Isafjarðar á
fimmtíu ára tímabili, frá
1944 til 1993. Þetta tíma-
bil er án efa eitt mesta
framfaraskeið íslenskrar
atvinnusögu og á því
verða meiri breytingar í
útgerð og sjósókn en á
nokkru öðru tímaskeiði í
sögu þjóðarinnar. Fisk-
veiðilögsagan var færð úr
3 sjómílum í 200 sjómíl-
ur og byltingarkenndar
86