Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 46
íslensk skáldverk
SAGNABELGUR
Þórarinn Eldjárn
Smásögur Þórarins Eld-
járns hafa notið mikilla
vinsælda og margar þeirra
eru orðnar sígildar. Nú
hefur öllum bestu sögun-
um verið safnað saman í
einn belg - Sagnabelg.
Hér nýtur sín leiftrandi
kímni Þórarins, leikur
hans að íslenskri tungu
og skörp sýn á mannlífið.
255 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-1416-3
Leiðb.verð: 4.860 kr.
SALKA VALKA
Halidór Laxness
Salka Valka hefur verið
með vinsælustu bókum
Halldórs Laxness, leik-
verk hafa verið samin
eftir henni og sagan
kvikmynduð. Kiljuútgáfa
bókarinnar hefur nú ver-
ið gefin út á ný.
451 blaðsíða.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-1199-7
Leiðb.verð: 1.990 kr.
Salka Valka I og II:
ÞÚ VÍNVIÐUR HREINI
og FUGLINN í FJÖR-
UNNI
Halldór Laxness
Salka Valka er ein kunn-
asta og ástsælasta skáld-
saga Halldórs Laxness.
Hér er rakin saga stúlk-
unnar sem kemur með
móður sinni til Óseyrar
við Axlarfjörð. Sagan er í
senn heimild um kreppu-
árin og áhuga höfundar-
ins á högum íslenskrar
alþýðu; með Sölku Völku
steig Halldór Laxness á
ótvíræðan hátt fram sem
stórskáld. Bókin er nú
endurútgefin, í uppruna-
legu bindunum tveimur:
Þú vínviður hreini og
Fuglinn í fjörunni.
304/340 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-1381-7
/-1384-1
Leiðb.verð: 3.980 kr.
hvor bók.
hrottaskap og meinfyndn-
um uppákomum. Fyrsta
skáldsaga Barkar Gunn-
arssonar sem áður hefur
sent frá sér smásagna-
safn, samið ljóð, leikverk
og kvikmyndahandrit.
232 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1958-5
Leiðb.verð: 3.980 kr.
’-S a n n a r
s ö g u r
iai tefmr i Jjúftmm
Hfmentr % Orii
Hi ril úr Jiúfittm
t
SAMA OG SÍÐAST
Börkur Gunnarsson
Sagan segir frá þremur
ólíkum mönnum sem
óvænt flækjast inn í líf
hvers annars, konunum
þeirra, fjölskyldum og
skrautlegu sambýlisfólki.
Sama og síðast er djörf
og nýstárleg skáldsaga
sem blandar saman heim-
spekilegum vangaveltum,
frásögnum af fólki í til-
finningalegri úlfakreppu,
SANNAR SOGUR
Það sefur í djúpinu
Hermann og Dídí
Það rís úr djúpinu
Guðbergur Bergsson
Sögurnar þrjár, sem hér
eru útgefnar undir heit-
inu Sannar sögur, komu
fyrst út 1973-1976 og
mynda samfellt verk.
Þær birtast nú í endur-
skoðaðri gerð höfundar.
Það er vordagur á Tanga
og Anna undirbýr erfi-
drykkju heima í Valhöll
eftir ömmu sína og öll
fjölskyldan er saman
komin. Fyrir utan stofu-
gluggann er Tómas Jóns-
son á vappi og draugar
hins liðna skjóta upp
kollinum þegar minnst
varir. Magnað skáldverk
um íslenska alþýðu á
tímum hermangs og
græðgi, andlegs doða og
niðurlægingar. En jafn-
framt færir Guðbergur
lesendum sínum sögu
um frelsandi mátt orð-
anna, hugaróranna og
skáldskaparins.
553 blaðsíður.
Forlagið
ISBN 9979-53-391-9
Leiðb.verð: 4.980 kr.
SÉRÐU ÞAÐ
SEM ÉG SÉ
Þórarinn Eldjárn
Smásagnasafnið Sérðu
það sem ég sé var mest
selda skáldverk ársins 1998
og var auk þess að mati
gagnrýnenda skemmti-
legasta lesning ársins.
Nú er bókin til á lesbók í
lestri höfundar, bæði á
snældu og geisladiski.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-1411-2
/-1412-0
Leiðb.verð: 2.490 kr.
SJÁLFSTÆTT FÓLK
I OG II
Halldór Laxness
Sjálfstætt fólk er saga
einyrkjans Bjarts í Sum-
arhúsum sem berst harðri
44