Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 89
Fræði og bækur almenns efnis
breytingar urðu á skip-
um og búnaði þeirra.
I bókinni er einnig
gerð stutt grein fyrir öll-
um nýjum fiskiskipum,
sem komu til Isafjarðar á
þessu tímaskeiði, útgerð-
ar- og skipstjórnarmönn-
um og ýmsum aðilum,
sem komu við þessa sögu
með einum eða öðrum
hætti.
288 blaðsíður.
Jón Páll Halldórsson
Dreifing: Hið ísl. bók-
menntafélag
ISBN 9979-9260-3-1
Leiðb.verð: 3.480 kr.
f
Heimir Polsson
á
♦ % J
Lt /
9
Frá lærdómsöld
líl raunsæis
ISLENSKOB •ÓKMCNNTXR lSSO - 1900
FRÁ LÆRDÓMSÖLD
TIL RAUNSÆIS
Heimir Pálsson
Hér er fjallað um íslensk-
ar bókmenntir frá mið-
öldum til loka 19. aldar á
einkar aðgengilegan hátt.
Ljósi er brugðið á helstu
höfunda tímabilsins, fjöldi
verka er tekinn til um-
fjöllunar og bókmennta-
sagan tengd þjóðfélags-
þróun og hugmyndasögu.
Auk þess eru helstu bók-
menntastefnur skýrðar í
sjálfstæðum köflum. Bók-
in er skreytt fjölmörgum
myndum.
185 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-1370-1
Leiðb.verð: 3.680 kr.
FREMSTA VÍGLÍNA
Átök og hernaðarum-
svif á Austurlandi í
heimsstyrjöldinni
síðari
Friðþór Eydal
Austurland var vettvang-
ur helstu stríðsátaka síð-
ari heimsstyrjaldarinnar
á Islandi. Þar var dregin
fremsta víglína hernáms-
liðsins og kom alloft til
átaka. Höfundur rekur
áfram umsvif hinna stríð-
andi þjóða og þátt her-
liðsins á Islandi í síðari
heimsstyrjöldinni sem
hann hóf í bók sinni
Vígdrekar og vopnagnýr.
Lýst er varnarviðbúnaði
á Reyðarfirði og her-
skipalæginu í Seyðisfirði,
ratsjár- og fjarskiptastöðv-
um, tundurduflalögnum
Breta og Þjóðverja, sigl-
ingum skipalesta til Rúss-
lands, loftárásum Þjóð-
verja, áformum um flug-
velli, þýskum kafbáta-
heimsóknum, ferðum
þeirra með njósnara til
landsins og gagnnjósn-
um. Bókin er byggð á
heimildum hernaðaryfir-
valda og lýsingum sjón-
arvotta sem settar eru fram
með fjölda áður óbirtra
ljósmynda og ítarlegum
skýringum.
270 blaðsíður.
Bláskeggur
ISBN 9979-9439-0-4
Leiðb.verð: 4.380 kr.
FRUMSPEKI I
39. lærdómsrit
Bókm.fél.
Aristóteles
Þýðing: og inng.: Svavar
Hrafn Svavarsson
Frumspeki I er eitt áhrifa-
mesta rit í sögu heimspek-
innar. Hér ræðir Aristó-
teles og metur viðhorf
Platons og fyrirrennara
sinna til spurninga um
eðli og gerð veruleikans
og mótar sína eigin kenn-
ingu. Með henni er lagð-
ur grunnur að umræðu
sem sett hefur mark sitt á
gervalla vestræna heim-
speki allt fram á þennan
dag.
112 blaðsíður.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-078-3
Leiðb.verð: 1.990 kr.
FRUMSPEKI OG
ÓENDANLEIKI í
VERKUMSKÚLA
THORLACIUSAR
íslensk heimspeki
á 18. öld
Henry Alexander
Henrysson
Skúli Thorlacius (1741-
1815) var einn af mörg-
um íslenskum Hafnar-
stúdentum á 18. öld sem
lögðu sérstaka rækt við
heimspeki á námsárum
sínum. Forvitnileg rann-
FRl'MSrEKl OC ÓENDANLEIKl
í VKRkl'M SKt'l A ITIORI ACIUSAR
ÍSl.ENSK IIF.IMSPE.KI Á 1«. ÓLD
HÍNRV At.EXAVOrK HFJVKVSSOK
sókn á þeirri heimspeki
sem Islendingar stund-
uðu á upplýsingartíman-
um.
150 blaðsíður.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-074-0
Leiðb.verð: 2.490 kr.
Fyrirhcitna
landið
I
Di
FYRIRHEITNA LANDIÐ
Sögur Biblíunnar
Jón Þórisson ritstýrði
I því úrvali sem hér er
birt hefur verið lögð
áhersla á að velja þekkta
kafla úr Biblíunni. Þetta
eru frásagnir um mann-
leg samskipti í öllum sín-
um margbreytileika; um
svik, öfund og bróður-
morð, en einnig um ná-
ungakærleik, visku, trú
og von.
Þetta er úrval frásagna
sem hafa orðið kveikja
sköpunar meðal rithöf-
87