Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 122
Ævisögur og
BRÉF TIL BRANDS
Haraldur Bessason
Fyrrverandi prófessor í
Winnipeg og háskóla-
rektor á Akureyri rekur
örlagaþræði úr ævi þeirra
sem hann hefur kynnst á
fyrri tíð hér heima og
meðal landa í Vestur-
heimi, spinnur þá inn í
söguþætti af sjálfum sér
og fléttar saman við fróð-
leik og spakvitrar hug-
leiðingar. Hárfín gaman-
semi í bland við íslensk-
an menningararf frá ár-
dögum goðsagna til vorra
tíma laðar fram heild-
stæða og kímilega lífssýn
manns sem beitir mæli-
stiku uppeldis úr Kýr-
holti í Skagafirði á hvað-
eina sem fyrir augu ber.
Þaulhugsaður og óborg-
anlegur lofvefur um ver-
öld sem var.
254 blaðsíður.
Ormstunga
ISBN 9979-63-024-8
Leiðb.verð: 3.980 kr.
DAGBÓK
ANNEFRANK
Þýðing: Ólafur Rafn
Jónsson
í tvö ár var Anne Frank í
felum fyrir Þjóðverjum.
Á þessum tíma skrifaði
hún dagbókina sem síð-
an hefur þroskað ein-
staklingana til að breyta
120
endurminningar
heiminum; berjast á móti
fordómum og stríði.
Dagbókin birtist nú í
fyrsta skiptið óritskoðuð
á íslandi. Allir kaflarnir,
sem faðir Anne sleppti í
fyrri útgáfum, eru með.
Fyrir vikið verður til ein-
stæð þroskasaga ungrar
stúlku sem lýsir vaxandi
áhuga hennar á hinu
kyninu, erfiðleikum í sam-
búð við foreldra og vax-
andi einsemd í hlutverki
táningsins — í bland við
skelfingu veraldarstríðs.
292 blaðsíður.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-9360-4-5
Leiðb.verð: 3.480 kr.
lendingar við áskorun
Þjóðminjasafns og Þjóð-
arbókhlöðu, skráðu at-
burði dagsins og sendu
inn til varðveislu. Bókin
geymir sýnishorn úr
þessum dagbókum sem
gefa einstaka mynd af
því hvað þjóðin tók sér
fyrir hendur þennan
hrollkalda haustdag. Inni-
legur og bráðskemmti-
legur vitnisburður um
daglegt líf, tilfinningar
og hugarfar íslendinga
við aldarlok.
270 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1903-8
Leiðb.verð: 3.480 kr.
DAGBÓK ÍSLENDINGA
Hinn 15. október 1998
brugðust um 6000 Is-
EINAR
BENEDIKTSSON
Ævisaga II
Guðjón Friðriksson
Árið er 1907. Skáldjöfur-
inn Einar Benediktsson
er rétt einu sinni á vega-
mótum og nú á leið út í
óvissuna, út í hinn stóra
heim. Hann á sér marga
drauma, hann er marg-
slunginn persónuleiki og
nú er það athafnamaður-
inn sem ræður för. Hann
ætlar að láta hugsjónir
sínar rætast og verða
hinu fátæka föðurlandi
sínu að gagni í útlönd-
um, útvega peninga til
að gera Island að nú-
tímaríki með borgum,
verksmiðjum, jámbraut-
um, vegum, höfnum og
stórbýlum.
Hér fylgjumst við með
ferðum Einars og fram-
kvæmdum næsta áratug-
inn - á því tímabili í lífi
hans sem hvað minnst
hefur verið vitað um
fram að þessu, tímabili
sem hjúpað hefur verið
dulúð, vakið spurnir og
fengið ýmsa til að geta í
eyðurnar. Guðjón Frið-
riksson sagnfræðingur
hefur hér unnið mikið
frumkvöðulsstarf og víða
aflað fanga til að skapa
sem heilsteyptasta og
réttasta mynd af einum
dáðasta en jafnframt um-
deildasta syni þjóðarinn-
ar. Saga hans er ekki ein-
ungis saga lands og þjóð-
ar og saga verslunar- og
viðskiptahátta innlendra
sem erlendra kaupahéðna
og peningafursta á iyrri
hluta tuttugustu aldar.
Hún er saga manns sem
alla sína tíð háði harða
baráttu við sjálfan sig,
glímdi stöðugt við lífs-
gátuna, steig stærri skref
en flestir aðrir til að
hrinda áformum um bætt-
an hag þjóðar sinnar í
framkvæmd, en sem um-
fram allt lét komandi
kynslóðum eftir sinn dýr-
mætasta sjóð, skáldskap-
inn.
466 blaðsíður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0362-0
Leiðb.verð: 4.980 kr.
Bia/iskeiniiian
Stillholt 18 - 300 Akranes
Sími 431 2840