Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 75
Þýdcl skáldverk
ÞÚ ERT MÍN
Mary Higgins Clark
Þýðing: Jón Daníelsson
Raðmorðingi, sem ein-
beitir sér að einmana kon-
um á skemmtiferðaskip-
um, er hér viðfangsefni
metsöluhöfundarins Mary
Higgins Clark. Þetta er
æsileg spennusaga, jafn-
framt því sem ráðgátan
og lausn hennar væri
fyllilega samboðin þekkt-
ustu höfundum leynilög-
reglusagna. Þegar sál-
fræðingurinn Susan
Chandler ákveður að
fjalla í útvarpsþætti um
konur, sem horfið hafa
sporlaust með dularfull-
um hætti, grunar hana
síst hvílíka hættu hún er
að setja sig í.
371 blaðsíða.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-452-6
Leiðb.verð: 3.480 kr.
ÖRVÆNTING
Stephen King
Þýðing: Björn Jónsson
Fáir vita um tilvist bæjar
sem ber það einkenni-
lega nafn (frvænting. Hann
er í miðri Nevada eyði-
mörkinni og var þekktur
á árum áður fyrir auðug-
ar námur. Nú er sem eng-
inn eigi þangað erindi.
Og þó. Enginn fær flú-
ið örlög sín. Einn góðan
veðurdag kemst fólk sem
á leið um þjóðveg númer
50 ekki hjá því að heim-
sækja þennan stað. Og
það líður ekki á löngu
uns það uppgötvar að
staðurinn býr yfir skelfi-
legum leyndardómum
og fólkið verður að heyja
harða baráttu fyrir lífi
sínu.
Stephen King er með
réttu oft nefndur kon-
ungur spennusagnanna.
Enginn rithöfundur kann
eins vel þá list að halda
lesandanum í heljargreip-
um frá fyrstu blaðsíðu til
hinnar síðustu. I þessari
mögnuðu sögu bregst
honum sannarlega ekki
bogalistin.
488 blaðsíður.
Fróði hf.
ISBN 9979-71-264-3
Leiðb.verð: 2.890 kr.
ÖXIN
Hans Mahner-Mons
Þýðing: Hersteinn
Pálsson
Hörkuspennandi, söguleg
skáldsaga er greinir frá
örlögum Charles-Hemis
Sansons, böðuls Parísar-
borgar, sem uppi var á
einhverjum mestu um-
brotatímum Frakklands,
fyrir og um stjórnarbylt-
inguna 1789. Starf böð-
uls gekk í arf frá föður til
elsta sonar og enginn
hægðarleikm var að brjóta
þá hefð. Sagan gerir frá-
bær skil bæði takmarka-
ÖXIN
t
' "V
Hans Mahner-Mons
lítilli grimmd mann-
skepnunnar og þeim eld-
heitu tilfinningum, ást
og hatri, sem tvær mann-
eskjur geta borið hvor til
annarrar. Jafnframt veitir
hún innsýn í þjóðfélag á
barmi borgarastyrjaldar
og hvemig byltingin mikla
í Frakklandi endaði með
því að eta börnin sín. Is-
lensk þýðing Hersteins
Pálssonar á bókinni var
gefin út árið 1958 og hef-
ur verið ófáanleg í 40 ár,
þar til nú.
320 blaðsíður.
Ritverk
ISBN 9979-9433-3-5
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Félag íslenskra hókaútgefenda
óskar landsniönnimt
öllum vclfamaðar á
nýrri öld og glcðilcgra
bókajóla
73