Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 110
Fræði og bækur almenns efnis
reynslu fólks af því að fá
krabbamein eða að vera
aðstandandi krabbameins-
sjúklings. Sjúkrahúsprest-
ur fjallar um huggunina.
Allir, sem koma við sögu,
hafa haft það að mark-
miði að miðla af reynslu
sinni ef það mætti verða
öðrum til gagns.
150 blaðsíður.
Hólmfríður
Gunnarsdóttir
Dreifing: Háskólaútg.
ISBN 9979-54-378-7
Leiðb.verð: 1.850 kr.
Tilfinninga
GREIND
GETUR VEGIÐ hYNGRA EN
GREINDARVÍSITAIA
Daniel Goleman
TILFINNINGAGREIND
getur vegið þyngra en
greindarvísitala
Daniel Goleman
Þýðing: Áslaug Ragnars
Hvað er tilfinningagreind?
Svarið við þeirri spurn-
ingu er að fá í þessari
bók. Höfundur leiðir í
ljós að fram til þessa hafi
verið litið á vitsmuni eða
greind manna frá allt of
þröngu sjónarhorni. Það
ofmat sem lagt hafi verið
á greindarvísitölu ein-
staklinga sé úr sögunni,
tilfinningagreind skipti
einnig - og ekki síður -
máli. Tilfinningar eiga
mun meiri þátt í vits-
munalífi og velgengni en
almennt hefur verið álit-
ið, eru til dæmis afger-
andi þáttur í öllum mann-
108
legum samskiptum og
við ákvarðanatökur.
Hugtökin greind og
velgengni fá hér nýja
merkingu, skilyrði þess
að standa vel að vígi á
öllum sviðum lífsins eru
ekki einhlít, tilfinninga-
greindin á þar stóran
hlut að máli. Bók þessi
hefur hvarvetna vakið
mikla athygli, hún opnar
nýja sýn og á erindi til
allra sem láta sig upp-
eldi og velferð varða.
350 blaðsíður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0342-6
Leiðb.verð: 3.980 kr.
TRÉSMIÐAFÉLAG
REYKJAVÍKUR
100 ára
1899-10. des.-1999
Eggert Þór
Bernharðsson og Helgi
M. Sigurðsson
Yfirgripsmikið rit þar
sem sagt er frá kjörum
trésmiða í höfuðborginni
í heila öld og lýst þróun
félags þeirra. Hér er ekki
um að ræða dæmigerða
félagssögu heldur einnig
gerð grein fyrir þróun
Reykjavíkur, húsa- og
húsgagnagerð, verkfær-
um og fleiru. í bókinni
eru hundruð sögulegra
mynda.
500 blaðsíður.
Mái og mynd
ISBN 9979-9399-7-4
Leiðb.verð: 6.125 kr.
Halla Kjatiwwdóuir
Trú í sögum
Uiii iiciðni ug Lmtoi
i .lújiuin uj NUmlínia Gunnart Gunnarsxunar
BóLmennialracðisiulViuo Háskúla íilaadx
TRÚ í SÖGUM
Studia Islandica # 56
Halla Kjartansdóttir
Fjallar um trúarátök í
sögulegum skáldsögum
Gunnars Gunnarssonar
frá fjórða áratugnum.
Þessi þáttur varpar ljósi
á sögusýn og hugmynda-
lega stöðu Gunnars og
skírskotar til samtíma
hans með beinum hætti.
168 biaðsíður.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-367-1
Leiðb.verð: 2.100 kr.
kilja
TRÚARBRÖGÐ HEIMSINS
' T ■MMl ■:* . 'fí; ui ■ ( i \ ‘i ,.T .<?' l - __
TRÚARBRÖGÐ
HEIMSINS
Ritstj.: Michael D.
Coogan
Þýðing: Ingunn
Ásdísardóttir
I þessu undirstöðuriti er
trúarlífi mannkyns lýst á
Ijósu og lifandi máli, án
áróðurs og fordóma, enda
hafa vaxandi samskipti
við fólk af öðrum trúar-
brögðum aukið þörfina
fyrir að skilja grundvöll
og inntak þess sem aðrar
þjóðir trúa á og hafa í há-
vegum. Fjallað er um
kristni, gyðingdóm, islam,
hindúasið, búddasið, jap-
önsk og kínversk trúar-
brögð. Rætt er um trú-
arsiði, helg rit, helga staði,
helga menn og vitringa,
siðferði, ábyrgð og mann-
gildishugsjónir ólíkra trú-
arsiða. Bókina prýða 250
litmyndir, landakort og
skýringarmyndir.
288 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1860-0
Leiðb.verð: 5.980 kr.
20. ÖLDIN.
MESTA UMBROTA-
SKEIÐ MANNKYNS-
SÖGUNNAR í MÁLI OG
MYNDUM
Þýðing: Helga
Þórarinsdóttir, Ólöf
Pétursdóttir og
Jóhannes H. Karlsson
I þessu glæsilega verki
eru merkustu atbruðum
aldarinnar gerð skil í
máli og fjölda mynda,
stórviðburðum jafnt sem
smærri atvikum sem öll