Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 38
íslensk skáldverk
Nóbclsskáldió /f ,
HALLDÓR
LAXNESS
Vaka-HelfMfen
andi og fyndin en skáld-
ið horfir jafnframt á sjálf-
an sig í íronísku ljósi og
er opinskárri en oft áður.
Bókin er nú endurútgef-
in.
256 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-0007-3
Leiðb.verð: 3.680 kr.
GUÐSGJAFAÞULA
Halldór Laxness
Guðsgjafaþula er yngsta
skáldsaga Halldórs Lax-
ness. Hér tekur hann á
skoplegan hátt til með-
ferðar vel þekkta atburði
í atvinnulífi og stjórn-
málum, einkum þó sögu
síldarinnar. Þannig fær
lesandinn marglita mynd
af þjóðfélagi á umbrota-
tímum, mynd sem verð-
ur að sögu vegna þess að
hún tengist örlögum
ákveðins manns. Sagan
er nú endurútgefin.
280 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-1382-5
Leiðb.verð: 3.980 kr.
GULLIÐ í HÖFÐINU
Didda
Hún er alltaf róleg. Hún
heitir Katla og er vist-
maður á geðdeild í Reykja-
vík. Hún talar ekki, hef-
ur ekki sagt neitt í lang-
an tíma en segir okkur
sögu sína. Kötlu vantar
svar við einni spurningu
og verður að reiða sig á
gullið í höfðinu til að
finna það og skilja. I þess-
ari frumlegu og áhrifa-
miklu sögu beitir Didda
alkunnri orðkynngi sinni
og hlífir engum. Hún
hefur áður sent frá sór
ljóðabókina Lastafans og
lausar skrúfur og Ertu,
frásögn í dagbókarformi.
160 blaðsíður.
Forlagið
ISBN 9979-53-395-1
Leiðb.verð: 3.680 kr.
HINUMEGIN
VIÐ HEIMINN
Guðmundur L.
Friðfinnsson
Hinumegin við heiminn
kom fyrst út 1958 og vakti
þegar verðskuldaða at-
hygli. Höfundurinn vef-
ur af snilli örlagaþætti
einstaklinga í litríka voð
framvindu sögunnar. Bak
við líf sögupersónanna
má skynja undiröldu Is-
landssögunnar á breyt-
ingaskeiði. Þjóðlífslýsing-
ar eru eftirminnilegar og
ekki síður nærfærnar og
listfengar lýsingar á blæ-
brigðum náttúru og um-
hverfis.
249 blaðsíður.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-460-7
Leiðb.verð: 3.480 kr.
HLAÐHAMAR
Björn Th. Björnsson
Enn sækir höfundurinn
efni í leynda fortíð ís-
lendinga og gæðir lífi í
mögnuðum skáldskap.
Þessi nýja saga hans er
byggð á þjóðsögunni um
Árna á Hlaðhamri sem
myrti tengdason sinn
með því að stinga hann
átján sinnum með hnífi £
kviðinn. Dóttur Árna
finnst eiginmannsins þá
fyrst fullhefnt þegar hún
hefur sannfært dómend-
ur um að faðir hennar
skuli hljóta sams konar
dauðdaga. Þetta er saga
af stoltu fólki og lítil-
mennum, forboðnum ást-
um og logandi heift, bor-
in uppi af seiðandi stíl-
gáfu Björns Th. Björns-
sonar. Einnig gefin út
sem hljóðbók í upplestri
höfundar.
216 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1968-2
Leiðb.verð: 3.980 kr.
HRINGSTIGINN - OG
SJÖ SÖGUM BETUR
Ágúst Borgþór
Sverrisson
Persónur sagnanna hafa
gjaman orðið fyrir reynslu
sem mótar allt líf þeirra
og margar þeirra glíma
við þráhyggju sem í senn
er sérstæð og kunnugleg.
Stíll sagnanna er einfald-
ur og beinskeyttur og
flestar eru þær raunsæis-
verk. Sögurnar gerast í
Reykjavík, ýmist í nú-
tímanum eða á áttunda
áratugnum, og kunna að
vekja upp gleymdar
36