Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 76
BLÁLOGALAND
Sigurbjörg Þrastardóttir
Ovenjuleg frumraun
ungrar skáldkonu sem
hefur vakið athygli fyrir
frumleg og falleg ljóð.
Hér er ort um öngþveiti í
æðum, sofandi fjöll, fót-
kalda engla, og ástina í
fjarskanum.
67 blaðsíður.
Forlagið
ISBN 9979-53-365-X
Leiðb.verð: 1.690 kr.
EDDUKVÆÐI
Gísli Sigurðsson sérfræð-
ingur á Stofnun Arna
Magnússonar sá um þessa
útgáfu sem er sérstaklega
ætluð skólafólki. Felld
hafa verið út nokkur
kvæði sem voru í heild-
arútgáfu Gísla. Hann rit-
aði inngang, greinargerð
um hvert kvæði og samdi
ítarlegar orðskýringar.
357 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1917-8
Leiðb.verð: 1.699 kr.
'• 'JJ :\<lJ
GIMSTEINAR
Ljóð 16 höfunda
1918-1944
Ólafur Haukur Árnason
valdi
Fegurstu ljóð Tómasar
Guðmundssonar, Steins
Steinarrs, Davíðs Stefáns-
sonar, Guðmundar Böðv-
arssonar o.fl. Endurútgef-
in.
223 blaðsíður.
Hörpuútgáfan
ISBN 9979-50-023-9
Leiðb.verð: 1.990 kr.
HARÐI KJARNINN
(Njósnir um eigið Iff)
Sindri Freysson
Keyrt er hratt gegnum
borgir nútímans og höfð
örstutt viðdvöl á ólíkum
og óvæntum stöðum eins
og holræsum og útvarps-
húsum, Stalíngrad og Vest-
urbænum. Hér kveður
við nýjan tón í íslenskri
ljóðlist. Þetta er önnur
ljóðabók höfundar.
103 blaðsíður.
Forlagið
ISBN 9979-53-364-1
Leiðb.verð: 2.490 kr.
HJÓNASVIPUR
Sturla Friðriksson og
Sigrún Laxdal
Bókin er safn vísna og
gamankvæða sem hjón-
in, Sturla og Sigrún, hafa
ort í ferðum á hrossum
um hálendi landsins í
fylgd góðra félaga sinna.
Vísur þessar voru kveðn-
ar á tuttugu ára tímabili
til gamans í góðra vina
hópi. Þarna eru hestavís-
ur og ýmsar ferskeytlur,
stökur og kviðlingar, er
lýsa landi og umhverfi
eða atvikum í fjallaferð-
um.
86 blaðsíður.
Varði
Dreifing: Muninn bóka-
útgáfa
ISBN 9979-60-444-1
Leiðb.verð: 1.490 kr.
HUGARFJALLIÐ
Gyrðir Elíasson
Gyrðir er eitt fremsta sam-
tímaskáld okkar, löngu
kunnur og verðlaunaður
fyrir listatök sín á máli
og stíl. Nýjasta ljóðabók
hans er enn einn áfang-
inn á leið hans til að
skapa yfirlætislaust ljóð-
mál til að tjá flókna og
margslungna hugsun. En
ljóðin miðla einnig sterk-
um tilfinningum, og eru
skrifuð af öryggi og festu
sem sjaldgæf er nú á dög-
um.
104 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-1862-7
Leiðb.verð: 2.480 kr.
74