Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 99
Fræði og bækur almenns efnis
ÓMAR RAGNARSSON
Lýs'yfir
(andir>a
og eyðingar, lífs og dauða,
sem gera þetta svæði
einstakt á jarðríki.
I þessari einstæðu bók
segir Ómar Ragnarsson
m.a. frá ferð þriggja jap-
anskra vísindamanna sem
mættu örlögum sínum í
Rjúpnabrekkukvísl og
undarlegu atviki er átti
sér stað er hann fór með
aðstandendur mannanna
til að kveðja sálir þeirra.
Ómar segir einnig frá er-
lendri konu sem seldi
allar eigur sínar og hélt
upp á íslensk öræfi um
hávetur til þess að sinna
köllun sem hún varð fyr-
ir og í bókinni greinir
Ómar frá skelfilegri lífs-
reynslu sinni við Öskju.
Þegar öllu virtist lokið
var haldið verndarhendi
yfir honum og skelfingin
breyttist í gleði. Hann
upplifði svipaða tilfinn-
ingu þegar hann fann eig-
inkonu sína sem „týnst"
hafði á þeim slóðum við
Bergvatnskvísl er skelfi-
legir atburðir höfðu átt
sér stað. Þá ríkti alsæla í
öræfakyrrðinni, rétt eins
og hjá Eyvindi og Höllu
forðum.
Ómar Ragnarsson hef-
nr einstaka tilfinningu
fyrir landinu sínu, fólki
og atburðum, hvort sem
hann upplifir þá sjálfur
eða setur sig í spor ann-
arra. Allir þessir kostir
hans endurspeglast í bók-
inni Ljósið yfir landinu.
160 blaðsíður.
Fróði hf.
ISBN 9979-71-288-0
Leiðb.verð: 3.790 kr.
LOUISA
MATTHÍASDÓTTIR
Ritstj.: Jed Perl
Viðamikið verk um líf og
list Louisu Matthíasdótt-
ur. í bókinni eru 220 mynd-
ir, þar af 140 myndir af
verkum hennar gömlum
og nýjum. Ritstjóri bók-
arinnar Jed Perl er virtur
listgagnrýnandi í New
York. Hann skrifar um
feril Louisu frá miðjum
sjöunda áratugnum til
dagsins í dag og telur
hana „meðal merkustu
listamanna vorra tíma“
sem gefi í verkum sínum
svo tæra mynd af við-
fangsefninu að furðu sæt-
ir. Aðalsteinn Ingólfsson
listfræðingur segir frá
námsárum Louisu og verk-
um fram að því að hún
flyst til New York árið
1942. Martica Sawin,
listfræðingur og rithöf-
undur segir frá fyrstu
árum Louisu í New York
og rekur þroskaferil henn-
ar fram að þeim tíma að
verk hennar fóru að
vekja athygli. Sigurður
Louisa Matthíasdóttir
Stórglæsileg
240 blaðsíðna bók
í stóru broti, prýdd á þriðja
hundrað ljósmyndum. Þar
á meðal 140 myndum
af verkum Louisu.
Bókina skrifa Jed Perl listgagnrýnandi,
listfræðingarnir Aðalsteinn Ingólfsson og Martica
Sawin, og Sigurður A. Magnússon rithöfundur.
Vigdís Finnbogadóttir og John Asbery,
ljóðskáld, rita ávarps- og aðfaraorð.
BÓKIN FÆST í (SLENSKRI OG ENSKRI ÚTGÁFU
97