Bókatíðindi - 01.12.1999, Blaðsíða 124
Ævisögur og
ELLEFU í EFRA
Minningar
úr Þjóðleikhúsi
Sveinn Einarsson
Auk þess að geyma
minningar, vangaveltur
og ýmiss konar úttekt á
því sem gerðist £ Þjóð-
leikhúsinu á árunum 1972-
83, er þessi bók ómetan-
leg samtímaheimild. Leik-
listarlífið er skoðað á
gagnrýninn hátt og metið
í samanburði við það
sem hefur verið að gerast
í nágrannalöndunum.
Fjallað er um fólkið
sem starfaði við Þjóð-
leikhúsið á þessum ár-
um, rakin saga og tilurð
margra leikverka, auk
annarra atvika sem ofar-
lega urðu á baugi í þjóð-
félaginu. Forvitnileg út-
tekt á mikilvægum kafla
í leiklistarsögu Islands.
Bókin er prýdd fjölda
ljósmynda.
304 blaðsíður.
Ormstunga
ISBN 9979-63-022-1
Leiðb.verð: 4.390 kr.
Örsagan frh.:
aðist allur og sagðist
halda að heimurinn
væri búinn til úr mjólk,
brjóstabörnin skilja það
í leyndardómsfullri ró
mjólkurvímunnar, og
endurminningar
GLOTTI
GOLUKALDANN
Hákon Aðalsteinsson
Hákon Aðalsteinsson er
löngu kunnur sem einn
okkar besti hagyrðingur
og sagnamaður. Endur-
minningar hans, Það var
rosalegt, sem Sigurdór
Sigurdórsson skráði, varð
metsölubók 1997. í þess-
ari nýju bók nýtur sín
vel frásagnargáfa höf-
undar, hagmælska hans
og góðlátleg glettni.
I sögunum bregður Há-
kon upp eftirminnileg-
um myndum, t.d. af jarð-
arför, þar sem allir fengu
vel í staupinu, ekki síst
presturinn sem flutti
óborganlega útfararræðu;
af bóndanum sem barn-
aði mágkonu sína og
taldi sér það heimilt með
tilvísan til konungsbréfs
og þannig mætti lengi
telja. Hákoni er hugleik-
ið að segja frá kynlegum
kvistum og spaugilegum
atvikum og yrkja hnyttn-
ar vísur um atburði líð-
andi stundar. I ljóðum
hans leiftrar einnig alvar-
legur og ósvikinn skáld-
skapur. Þetta er skemmti-
leg bók sem kemur öll-
um til að brosa í kamp-
inn og „glotta í golukald-
ann“. Kemur einnig út
sem hljóðbók á sama
verði.
184 blaðsíður.
Hörpuútgáfan
ISBN 9979-50-110-3
/-118-9
Leiðb.verð: 3.480 kr.
HÁSPENNA-
LÍFSHÆTTA
Saga skotveiðimanns
að norðan
Árni Gunnarsson
Sigurfinnur Jónsson á
Sauðárkróki hefur allt
frá blautu barnsbeini
gengið fram af samborg-
urum sínum með^ glæfra-
legu háttalagi. A vorin
seig hann eftir eggjum í
Drangey og kleif þar
helst ófær björg. Skot-
veiðar hefur hann stund-
að frá bernsku. A sumrin
er það laxinn, á haustin
rjúpan og gæsin og vet-
urna svartfuglinn. Fer-
tugur fékk hann í gegn-
um sig 11000 volta há-
spennustraum og missti
vinstri handlegg að
mestu og stórskaddaðist
á hægri fæti. A einhvern
óskiljanlegan hátt tókst
honum að sigrast á þeim
erfiðleikum sem í kjölfar-
ið fylgdu og er nú einn
þekktasti og færasti skot-
veiðimaður landsins.
250 blaðsíður.
Mál og mynd
ISBN 9979-9399-9-0
Leiðb.verð: 3.990 kr.
HULDA
Reynslusaga vest-
firskrar kjarnakonu
Finnbogi Hermannsson
Hulda Valdimarsdóttir
Ritchie átti viðburðaríka
ævi allt frá tvítugsaldri,
þegar hún giftist skoska
sjóliðanum Samuel
Ritchie. I bókinni segir
frá örlagaríkum árum
Huldu, fyrst heima í
Hnífsdal, þar sem átök
voru um brúðkaup henn-
ar, síðan í Bretlandi, þar
sem fjölskyldan slapp
naumlega lífs af þegar
loftárás var gerð á heim-
ili þeirra. Hulda fæddi
þrjú börn á stríðsárunum
í Skotlandi við afar erfið-
ar aðstæður. Árið 1962
hóf hún störf í banda-
ríska sendiráðinu í
Reykjavík og starfaði þar
á þriðja áratug. Hún
kynntist þar og átti sam-
skipti við fjölda fólks,
m.a. forseta og varafor-
seta Bandaríkjanna. Hulda
Ritchie bjó yfir ótrúlegri
seiglu og þrautseigju.
Þetta er örlagasaga konu
sem aldrei missti kjark-
inn í stormviðri lífsins.
156 blaðsíður.
Hörpuútgáfan
ISBN 9979-50-111-1
Leiðb.verð: 3.480 kr.
122