Bókatíðindi - 01.12.1999, Page 124

Bókatíðindi - 01.12.1999, Page 124
Ævisögur og ELLEFU í EFRA Minningar úr Þjóðleikhúsi Sveinn Einarsson Auk þess að geyma minningar, vangaveltur og ýmiss konar úttekt á því sem gerðist £ Þjóð- leikhúsinu á árunum 1972- 83, er þessi bók ómetan- leg samtímaheimild. Leik- listarlífið er skoðað á gagnrýninn hátt og metið í samanburði við það sem hefur verið að gerast í nágrannalöndunum. Fjallað er um fólkið sem starfaði við Þjóð- leikhúsið á þessum ár- um, rakin saga og tilurð margra leikverka, auk annarra atvika sem ofar- lega urðu á baugi í þjóð- félaginu. Forvitnileg út- tekt á mikilvægum kafla í leiklistarsögu Islands. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda. 304 blaðsíður. Ormstunga ISBN 9979-63-022-1 Leiðb.verð: 4.390 kr. Örsagan frh.: aðist allur og sagðist halda að heimurinn væri búinn til úr mjólk, brjóstabörnin skilja það í leyndardómsfullri ró mjólkurvímunnar, og endurminningar GLOTTI GOLUKALDANN Hákon Aðalsteinsson Hákon Aðalsteinsson er löngu kunnur sem einn okkar besti hagyrðingur og sagnamaður. Endur- minningar hans, Það var rosalegt, sem Sigurdór Sigurdórsson skráði, varð metsölubók 1997. í þess- ari nýju bók nýtur sín vel frásagnargáfa höf- undar, hagmælska hans og góðlátleg glettni. I sögunum bregður Há- kon upp eftirminnileg- um myndum, t.d. af jarð- arför, þar sem allir fengu vel í staupinu, ekki síst presturinn sem flutti óborganlega útfararræðu; af bóndanum sem barn- aði mágkonu sína og taldi sér það heimilt með tilvísan til konungsbréfs og þannig mætti lengi telja. Hákoni er hugleik- ið að segja frá kynlegum kvistum og spaugilegum atvikum og yrkja hnyttn- ar vísur um atburði líð- andi stundar. I ljóðum hans leiftrar einnig alvar- legur og ósvikinn skáld- skapur. Þetta er skemmti- leg bók sem kemur öll- um til að brosa í kamp- inn og „glotta í golukald- ann“. Kemur einnig út sem hljóðbók á sama verði. 184 blaðsíður. Hörpuútgáfan ISBN 9979-50-110-3 /-118-9 Leiðb.verð: 3.480 kr. HÁSPENNA- LÍFSHÆTTA Saga skotveiðimanns að norðan Árni Gunnarsson Sigurfinnur Jónsson á Sauðárkróki hefur allt frá blautu barnsbeini gengið fram af samborg- urum sínum með^ glæfra- legu háttalagi. A vorin seig hann eftir eggjum í Drangey og kleif þar helst ófær björg. Skot- veiðar hefur hann stund- að frá bernsku. A sumrin er það laxinn, á haustin rjúpan og gæsin og vet- urna svartfuglinn. Fer- tugur fékk hann í gegn- um sig 11000 volta há- spennustraum og missti vinstri handlegg að mestu og stórskaddaðist á hægri fæti. A einhvern óskiljanlegan hátt tókst honum að sigrast á þeim erfiðleikum sem í kjölfar- ið fylgdu og er nú einn þekktasti og færasti skot- veiðimaður landsins. 250 blaðsíður. Mál og mynd ISBN 9979-9399-9-0 Leiðb.verð: 3.990 kr. HULDA Reynslusaga vest- firskrar kjarnakonu Finnbogi Hermannsson Hulda Valdimarsdóttir Ritchie átti viðburðaríka ævi allt frá tvítugsaldri, þegar hún giftist skoska sjóliðanum Samuel Ritchie. I bókinni segir frá örlagaríkum árum Huldu, fyrst heima í Hnífsdal, þar sem átök voru um brúðkaup henn- ar, síðan í Bretlandi, þar sem fjölskyldan slapp naumlega lífs af þegar loftárás var gerð á heim- ili þeirra. Hulda fæddi þrjú börn á stríðsárunum í Skotlandi við afar erfið- ar aðstæður. Árið 1962 hóf hún störf í banda- ríska sendiráðinu í Reykjavík og starfaði þar á þriðja áratug. Hún kynntist þar og átti sam- skipti við fjölda fólks, m.a. forseta og varafor- seta Bandaríkjanna. Hulda Ritchie bjó yfir ótrúlegri seiglu og þrautseigju. Þetta er örlagasaga konu sem aldrei missti kjark- inn í stormviðri lífsins. 156 blaðsíður. Hörpuútgáfan ISBN 9979-50-111-1 Leiðb.verð: 3.480 kr. 122
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.