Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 11
EXPO 70 — HEIMSSÝNING í JAPAN
9
kjarnakarl og viðskiptajöfur, Taizo
Ishizaka að nafni, lýsti yfir því, að
það skyldi verða stefna sýningar-
innar að forðast það, að hinar ýmsu
sýningar yrðu látnar þjóna sölu-
markmiðum. Þessi yfirlýsta stefna
hans hefur orðið til þess, að sumar
sýningar bera vott um stórkostlegt
imyndunarafl (í tilraun til að snið-
ganga þessi fyrirmæli). Bygging
Fujibökunarfélagsins er í laginu
eins og niðursneiddur brauðhleifur,
en inni í henni getur að líta veröld
vélmenna, sem ætti að reynast
sannkallað töfraland fyrir alla ald-
ursflokka. Þar eru véldýr að leik,
jafnvel vélfuglar fljúga þar úr einu
tré í annað.
Það fer ekki hjá því, að gestir
muni bera saman sýningar Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna. Á
heimssýningunni í Montreal árið
1967 (EXPO ‘67) var sagt, að
bandaríska sýningin bæri vott um
góða sýningar- og auglýsingarhæfi-
leika, en innihald hennar væri
minna, þegar til ætti að taka. En
aftur á móti var sagt, að Sovétrík-
in legðu sig ÖIl fram í áróðursskyni
Rússneski skálinn meö 32-hceÖa turni
Franski skálinn er eins og sápukúlur
x lagiwu.
fyrir kommúnismann, en aðferðir
þeirra bæru ekki vott um mikla
stjórnvizku. Segja má, að um sams
konar ástand verði nú að ræða. Sagt
er, að Rússar muni eyða 20 millj-
ónum dollara í sýninguna. Þeirra
bygging verður hæsta byggingin á
gervöllu sýningarsvæðinu, og mun
turn hennar verða svipaður á hæð
og 32 hæða bygging.
Upplýsingaþjónusta Bandaríkj-
anna fór fram á það við Banda-
ríkjaþing, að það veitti 17.5 milljón
dollara fjárveitingu til bandarísku
sýningarinnar, en hún fékk samt
aðeins 10 milljón dollara fjárveit-
ingu. Bandarískir arkitektar hófust
þá handa og árangur bollalegginga
þeirra varð uppdráttur að spor-
baugsmyndaðri byggingu, og átti
mestur hluti hennar að verða neð-
anjarðar. Tilkomumesti hluti henn-
ar er loftfyllt trefjaglersþak, sem
haldið er uppi af geysilega sterkum
stálköðlum. Þakið er í aðeins 20
feta hæð yfir jörðu, en byggingin