Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 77
LAUMUFARÞEGI
75
verið úthlutuð. Þegar hann kom í
þá flughæð, athugaði hann lofthit-
ann úti og sá, að það var rúmlega
40 stiga frost á Celsius. Laglegu
flugfreyjurnar byrjuðu nú að fram-
reiða kvöldverðinn.
Ég hríðskalf vegna hins mikla
kulda. Og ég velti því fyrir mér,
hvort Jorge hefði tekizt að smeygja
sér inn í hina hjólgeymsluna. Svo
fór ég að hugsa um, hvað hefði
komið mér til þess að grípa til
þessara örþrifaráða. Mér varð hugs-
að til foreldra minna og vinstúlku
minnar, hennar Maríu Estherar. Og
ég velti því fyrir mér, hvað þau
mundu hugsa, þegar þau fréttu,
hvað ég hafði gert.
Faðir minn er pípulagningarmað-
ur, og ég á fjóra bræður og eina
systur. Við erum fátæk eins og
flestir Kúbubúar. Húsið okkar í
Havana er aðeins eitt stórt her-
bergi. Ellefu manns búa í því . . .
eða gerðu það réttar sagt. Það varx
lítið um mat, og hann var strang-
lega skammtaður. Eina ánægjan,
sem ég hafði, var að leika baseball
og fara í gönguferðir með Maríu
Esther eftir sjávargarðinum. Þegar
ég varð 16 ára, sendi ríkisstjórnin
mig í verknámsskóla í Betancourt,
en það er þorp eitt í Matanzashér-
aði, og vinna flestir þorpsbúar við
sykurrækt. Þar átti ég að læra log-
suðu, en oft lagðist kennsla niður,
þar eð við vorum sendir út á ekr-
urnar til þess að planta sykurreyr.
Þótt ég væri ungur að árum, var
ég orðinn þreyttur á að búa í ríki,
sem réð öllu lífi manns í smáu sem
stóru. Mig dreymdi um frelsi. Mig
langaði til þess að verða listamað-
ur og búa í Bandaríkjunum, þar
sem ég átti frænda. Ég vissi, að
þúsundir Kúbumanna höfðu kom-
izt til Bandaríkjanna og að þeim
hafði vegnað vel þar. Nú nálgaðist
óðum sá tími, er ég yrði kallaður
til herþjónustu. Og því tóku hugs-
anir mínar nú að snúast um það í
sífellt ríkara mæli að komast burt.
En hvernig? Ég vissi, að aðeins
tvær farþegaflugvélar, fullhlaðnar
Kúbubúum, fá leyfi til brottfarar
daglega frá Havana til Miami í
Floridafylki. En það eru margir,
sem bíða þess að komast þannig
burt frá Kúbu. Á slíkum biðlistum
eru samtals 800.000 Kúbubúar. Og
láti maður skrifa sig á slíkan bið-
lista og tilkynni þannig, að maður
vilji komast burt, líta stjórnvöldin
strax á mann sem gusano, . . . orm
. . . og lífið verður jafnvel enn
meira óþolandi en áður.
Það leit svo út sem vonir mínar
mundu aldrei rætast. Svo hitti ég
Jorge á baseballkappleik í Havana.
Við fórum að tala saman að leikn-
um loknum. Ég komst að því, að
því var eins farið með Jorge og
mig. Hann hafði einnig orðið fyrir
vonbrigðum með ástandið á Kúbu.
„Stjórnarkerfið hrifsar af manni
frelsið . . . að eilífu,“ sagði hann
kvörtunarrómi.
Jorge skýrði mér frá hinum viku-
legu flugferðum til Madrid. Við
fórum tvisvar á flugvöllinn til þess
að kanna þetta. f annan skiptið,
sem við vorum þar, hóf flugvél af
gerðinni DC-8 sig á loft og flaug
beint yfir höfðum okkar. Hjólin
voru enn niðri, og við gátum séð
inn í opna hjólgeymsluna. Eg man,