Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 77

Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 77
LAUMUFARÞEGI 75 verið úthlutuð. Þegar hann kom í þá flughæð, athugaði hann lofthit- ann úti og sá, að það var rúmlega 40 stiga frost á Celsius. Laglegu flugfreyjurnar byrjuðu nú að fram- reiða kvöldverðinn. Ég hríðskalf vegna hins mikla kulda. Og ég velti því fyrir mér, hvort Jorge hefði tekizt að smeygja sér inn í hina hjólgeymsluna. Svo fór ég að hugsa um, hvað hefði komið mér til þess að grípa til þessara örþrifaráða. Mér varð hugs- að til foreldra minna og vinstúlku minnar, hennar Maríu Estherar. Og ég velti því fyrir mér, hvað þau mundu hugsa, þegar þau fréttu, hvað ég hafði gert. Faðir minn er pípulagningarmað- ur, og ég á fjóra bræður og eina systur. Við erum fátæk eins og flestir Kúbubúar. Húsið okkar í Havana er aðeins eitt stórt her- bergi. Ellefu manns búa í því . . . eða gerðu það réttar sagt. Það varx lítið um mat, og hann var strang- lega skammtaður. Eina ánægjan, sem ég hafði, var að leika baseball og fara í gönguferðir með Maríu Esther eftir sjávargarðinum. Þegar ég varð 16 ára, sendi ríkisstjórnin mig í verknámsskóla í Betancourt, en það er þorp eitt í Matanzashér- aði, og vinna flestir þorpsbúar við sykurrækt. Þar átti ég að læra log- suðu, en oft lagðist kennsla niður, þar eð við vorum sendir út á ekr- urnar til þess að planta sykurreyr. Þótt ég væri ungur að árum, var ég orðinn þreyttur á að búa í ríki, sem réð öllu lífi manns í smáu sem stóru. Mig dreymdi um frelsi. Mig langaði til þess að verða listamað- ur og búa í Bandaríkjunum, þar sem ég átti frænda. Ég vissi, að þúsundir Kúbumanna höfðu kom- izt til Bandaríkjanna og að þeim hafði vegnað vel þar. Nú nálgaðist óðum sá tími, er ég yrði kallaður til herþjónustu. Og því tóku hugs- anir mínar nú að snúast um það í sífellt ríkara mæli að komast burt. En hvernig? Ég vissi, að aðeins tvær farþegaflugvélar, fullhlaðnar Kúbubúum, fá leyfi til brottfarar daglega frá Havana til Miami í Floridafylki. En það eru margir, sem bíða þess að komast þannig burt frá Kúbu. Á slíkum biðlistum eru samtals 800.000 Kúbubúar. Og láti maður skrifa sig á slíkan bið- lista og tilkynni þannig, að maður vilji komast burt, líta stjórnvöldin strax á mann sem gusano, . . . orm . . . og lífið verður jafnvel enn meira óþolandi en áður. Það leit svo út sem vonir mínar mundu aldrei rætast. Svo hitti ég Jorge á baseballkappleik í Havana. Við fórum að tala saman að leikn- um loknum. Ég komst að því, að því var eins farið með Jorge og mig. Hann hafði einnig orðið fyrir vonbrigðum með ástandið á Kúbu. „Stjórnarkerfið hrifsar af manni frelsið . . . að eilífu,“ sagði hann kvörtunarrómi. Jorge skýrði mér frá hinum viku- legu flugferðum til Madrid. Við fórum tvisvar á flugvöllinn til þess að kanna þetta. f annan skiptið, sem við vorum þar, hóf flugvél af gerðinni DC-8 sig á loft og flaug beint yfir höfðum okkar. Hjólin voru enn niðri, og við gátum séð inn í opna hjólgeymsluna. Eg man,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.