Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
fyrir augunum á henni. Við þetta
ástand fann Katrín til auðmýking-
ar og reyndi að draga fjöður yfir
það. En án þess að hún gerði sér
sjálf grein fyrir því, gróf þetta at-
hæfi undan ástum hennar til hans.
Orloff skildi ekkert frekar en vant
var og hélt áfram uppteknum hætti
í svalli sínu — á hraðri leið til
glötunar.
Bólusóttin í Moskvu þyrmdi hon-
um um skeið. Rétt fyrir 1770 hafði
Katrín drottning látið bólusetja sig,
fyrst allra í Rússlandi og fengið
Orloff til þess að láta bólusetja sig
líka. Hann átti því að vera örugg-
ur fyrir sóttnæminu og var því
sendur til Moskvu til þess að hefja
varnir gegn pestinni þar. En þegar
hann var farinn blossaði ást Katr-
ínar til hans upp á ný og hrifningu
hennar yfir dirfsku elskhugans voru
engin mörk sett. Gregor Orloff var
í hennar augum „hinn óviðjafnan-
legi og dýrðlegi“. Dýrðlegar veizl-
ur voru haldnar honum til heiðurs
og engar gjafir þóttu of góðar
handa honum. En samt var farið að
halla undan fæti og þessi tilbeiðsla
var eins konar áningarstaður á leið-
inni ofan klifið. Það var ekki sami
ástríðueldurinn í tilbeiðslu Katrín-
ar og fyrr. Þótt hún fyndi þetta
siálf var Orloff andvaralaus sem
áður.
Katrínu fannst hún þurfa að
koma Orloff í burtu til þess að geta
gert sér ljósa grein fyrir hvernig
sakirnar stæðu. Hún sendi hann
þess vegna til friðarsamninga við
Tyrki í Tosanci. Hinn voldugi Or-
loff þóttist ekki geta gert sér að
góðu að semja samkvæmt þeim
fyrirskipunum, sem hann hafði
fengið. Samkvæmt þeim átti hann
að ná friði, hvað sem það kostaði.
En Orloff voru engir friðarsamn-
ingar í huga. Hann vildi halda
styrjöldinni áfram og vinna sér lár-
viðarsveig sem aldrei visnaði. Auk
þess hafði hann engan tíma til að
semja, því að hann var í sífelldum
veizlum og sýndi sig þar í klæðum,
sem voru alsett demöntum og kost-
uðu milljónir rúblna. Hann hafði
þegið klæðin að gjöf frá Katrínu
fyrir að binda skjótan enda á styrj-
öldina við Tyrki!
Meðan á þessum dýrðlegu veizl-
um stóð, frétti Orloff að Katrín
hefði fengið sér nýjan elskhuga fyr-
ir hálfum mánuði síðan. Þá sleit
hann veizlunum og hélt tafarlaust
til St. Pétursborgar.
Nú biðu hans sár vonbrigði.
Skammt fyrir utan borgina biðu
hans sendimenn frá drottningunni
og boðuðu honum, að hann yrði að
fara í fjögurra vikna sóttkví. Hann
kæmi að sunnan og þar hefðu ný-
lega komið upp nokkur bólusóttar-
tilfelli. Þá gleymdi Katrín því vilj-
andi, að Orloff var ómóttækilegur
fyrir veikinni. í fyrsta skipti í tólf
ár rann það upp fyrir honum, að
frillan var yfirboðari hans og hann
var aðeins þegn. En ekki hafði hann
greind til að skilja hvað verða vildi.
Hann fékk skipun um að afsala sér
öllum embættunum, en neitaði því
harðlega. Katrín reyndi samninga-
leiðina. Hún bauð honum að halda
launum sínum sem ,persónulegur
aðstoðarforingi“, 150.000 rúblum, og
allar hallir drottningarinnar fyrir
utan Moskvu skyldu honum heimil-