Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 128
126
Meðal vclmeguna.rþjúða er þýðingarmesta verkefnið í sambandi
við heilsuvernd og útrýmingu sjúkdóma, í því fólgið, að vinna
að endurbótum á matarrœði almennings.
Leiðin
til hjartans
liggur gegnum
magann
amalt orðtak segir:
„Leiðin til hjartans
liggur gegnum mag-
ann“. Flestir taka þetta
sem gamanmál, en það
hefur líka dýpri merkingu.
Vafalaust eru þess dæmi, að mat-
arást sælkerans flytjist yfir á mat-
reiðslukonuna. Um það er eftirfar-
andi saga:
Matreiðslukona sagði upp starfi
sínu hjá einhleypum manni, sem
gat ekki hugsað sér að fara á mis
við þá lostætu rétti, sem hún mat-
bjó handa honum og var skelfingu
lostinn af tilhugsuninni um að
þurfa að skipta um matreiðslukonu.
Hann bað hennar í skyndi, fékk já-
yrði hennar, en að brúðkaupinu af-
stöðnu sagði eiginkonan við hann:
,,Nú verður þú að ráða til okkar
matreiðslukonu, því að sem eigin-
kona þín og húsmóðir á heimilinu
snerti ég ekki framar á sleif eða
ausu.“ Þar með var ástin rokin út
í veður og vind. og vonbrigðin urðu
eiginmanninum skjótt að aldurtila.
Sé nú litið á þýðingu næringar-
innar fyrir lifandi verur, fær orð-
takið raunhæfara gildi. Sálfræðing-
ur einn segir:
„Rannsóknir á sviði sálgreining-
ar (psychoanalyse) hafa leitt í ljós,
að fæðutekjan er þungamiðjan í
lífi barnsins á fyrstu þroskastigum
þess. Á máltíðum verður hvítvoð-
ungurinn aðnjótandi móðurlegrar
ástar og umhyggju, og í móður-
— Heilbrigt líf —