Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 81
79
Ástleitni
er ekki
lengur
eins og
hún var
iddaraskapur í ástamál-
um er að syngja sitt
síðasta vers. Nú er það
sjónvarpið, sem allt er
að eyðileggja í þessum
efnum. Það var fulltrúi á einhverri
húsmæðrasamkundu, sem sagði
eitthvað á þessa leið. Henni var
mikið niðri fynr, er hún líkti sam-
an framkomu unga fólksins á upp-
vaxtarárum hennar og nú á dögum.
Á þeim árum voru ungu mennirnir
óðir í stefnumót (leynileg) með
ungum stúlkum, fara með þeim í
gönguferðir, bjóða þeim út, já, það
mátti næstum segja að unga fólkið
hugsaði bara ekkert nema hvert um
annað. Þetta var gullöld — en nú
er hún virti fyrir sér æskuna nú á
tímum, — hvílík bylting, sorglegar
breytingar til hins verra. Nú voru
engir sem fóru á stefnumót, jafnvel
á yndislegum sumaxkvöldum fer
enginn lengur út að „sverma“. Unga
fólkið nennir bara alls ekki út! Það
situr inni og glápir á sjónvarp! Hví-
lík niðurlæging!
Samkvæmt skoðtmum blessaðs
fulltrúans þá hafði þetta sjónvarps-
brölt í för með sér ferlega breytingu
á samskiptum kynjanna, því að nú
myndi unga fólkið steinhætta að
skjóta sig hvert í öðru, þar af leið-
andi myndi ekki vera framar um
ást að ræða. Þar sem nú vantaði
ástina, myndi hjónabandið brátt úr
sögunni, og að svo komnu myndu
engin börn framar fæðast og þann-
ig myndu þjóðirnar brátt ganga til
þurrðar!
Sjáið nú bara til, lesendur góðir,
húsmæður hafa mikinn áhuga á því,
að unga fólkið gerist hrifið hvert af
öðru. Þetta er nú reyndar ekki al-