Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 21
RÓLYNDUR Á HVERJU SEM GENGUR
Í9
Rogers heimsækir Willy Brandt í Bonn.
áfram að koma upp flugskeytavarn-
arkerfi fyrir Banciaríkin. Rússland
hefur aldrei verið sterkara hernað-
arlega séð en einmitt nú, og hann
álítur, að við verðum að koma nægi-
lega sterkir og öflugir að samninga-
borðinu.
Á ferðalögum sínum um Austur-
lönd fjær í fyrrasumar útskýrði
Rogers hina nýju stefnu Nixons for-
seta, hvað snertir þær þjóðir, sem
meðlimir eru í Suðaustur-Asíu-
bandalaginu. Hann skýrði þjóðum
þessum frá því, að Bandaríkin
mundu standa við skuldbindingar
sínar um að koma þeim til hjálp-
ar, ef um utanaðkomandi árás yrði
að ræða. En hann sagði, að þær yrðu
sjálfar að gera sínar ráðstafanir, ef
um innanlandsuppreisn væri að
ræða. Rogers tekur það fram, að
þessi stefna sé heppileg fyrir banda-
menn Bandaríkjanna í þessum
heimshluta að því leyti, að hún
hjálpi þeim til að standa á eigin
fótum. En hann tekur það jafnframt
fram, að hún komi í veg íyrir, að
Bandaríkjunum blæði til ólífis
vegna fjölmargra lítilla „Vietnam-
stríða“ víðs vegar í veröldinni.
Rogers forðast livorki gagnrýni
einstaklinga né hópa, hvorki frá
þinginu, dagblöðunum eða af öðr-
um vettvangi sem kunn að gagn-
rýna utanríkisstcfnu ríkisstjórnar-
innar. Þvert á móti býður hann
þeim inn í skrifstofu sína og mælir
við þá eitthvað á þessa leið: „Sko,
þetta höfum við verið að gera, og
þetta er ástæðan. Hvað annað
munduð þér gera en það, sem við
höfum verið að gera?“ Á þann hátt
kynnist hann ekki aðeins skoðunum
þeirra, sem hann vill endilega