Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 96
94
ÚRVAL
Við fórum prýðilega af stað. Ég
fór niður í Frontstræti í fyrrádag
og náði í Poppo. Hann var tilbúinn.
Einu eignirnar hans voru fötin
hans, en við höfðum keypt flest
þeirra, og reiðhjól, sem ég hafði
gefið honum fyrir nokkrum vikum.
Hann kann ekki vel á það ennþá,
en hann bætir það bara upp með
hugrekki sínu. Hann skellir sér í
hnakkinn eins og kúasmali á bak
hesti sínum í kvikmyndunum og
lendir til allrar hamingju á hnakkn-
um. Það er ógnvekjandi fýrir nýjan
föður að horfa upp á slíkt, en ég
verð að venjast slíku. Þetta er bara
hin venjulega aðferð Poppos, þegar
skal glíma við óþekkta hluti.
Hann er ekki lágvær. Hann gólar
og gargar, syngur og öskrar. Hann
getur hermt alveg stórkostlega eftir
hinum lélegri skemmtikröftum
sjónvarpsins og sungið söngva
þeirra á enn ferlegri hátt og dans-
að enn fáránlegar. Hann getur
breytt sér í allra kvikinda líki, síð-
asta dægurlagasöngvarann, sem lít-
ur út eins og vandræðaunglingur
og allir dá, fjörgamlan, boginn karl,
sem staulast glottandi á eftir kven-
manni. Hann getur blístrað á hinn
furðulegasta hátt. Hann segist
kunna ,,tíu blístursaðferðir“.
Af tilviljun heyrði hann mig tala
í síma við vin minn í gær, fyrsta
daginn á nýja heimilinu. „Við ætl-
um að hafa hann um tíina, kannske
í ár, kannske í styttri tíma, án þess
að þetta sé bindandi á nokkurn
hátt,“ sagði ég við vin minn. „Svo
ættleiðum við hann sjálfsagt."
Þegar við Poppo höfðum rætt
þetta mál, hafði ég alltaf sagt við
hann, „að hann ætti að koma til
okkar og eiga heima hjá okkur.“
Því skildi hann ekki orðið „að ætt-
leiða“. Það eina sem hann skildi af
símtali þessu, var að við ætluðum
að hafa hann sjá okkur í ár eða
kannske í styttri tíma. Þegar ég
sleit símtalinu, kom hann inn úr
dyrunum stúrinn á svipinn. Það var
líkt og hann væri búinn að glata
sínum síðasa vini í henni veröld.
Svo hljóp hann til mín, stökk upp
í kjöltu mér og þrýsti andliti sínu
fast að andliti mínu. Hann var ótta-
sleginn á svipinn.
„Joe, þegar ég spyrja pabba, hvað
lengi hann vilja láta mig eiga heima
hjá þér, þá hann segja: >,Para si-
empre. — Þú veizt, hvað það þýða,
Joe?“
Ég vissi það ofur vel. „Alltaf".
Ég hafði heyrt föður hans segja það.
Ég hafði þá tekið eftir því af svip
drengsins, að hann var særður.
Þessi orð föður hans höfðu verið
honum áfall. Og nú er ég horfði
framan í andlit Poppos, sá ég, að
þessi orð voru letruð í huga hans.
Hann hafði að vísu viljað koma til
okkar, og hvað sem að baki þeirri
ósk kann að hafa legið, þá hafði
hann ekki búizt við því að heyra
föður sinn mæla slík örlagaorð —
„Para siempre“. Þessi ákvörðun
föður hans var of endanleg.
Ég útskýrði fyrir honum, að hann
hefði misskilið það, sem ég hafði
sagt í símann. É'g sagðist bara hafa
átt við, að við Dottie gætum sannað
það á heilu ári eða styttri tíma, að
þessari ákvörðun yrði ekki haggað.
„En við erum ekki þau einu, sem
geta ákveðið þetta. Pabbi þinn