Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 51

Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 51
BLINDBYLUR að með snjóplóga í broddi fylking- ar. I bílalestum þessum voru 200 viðgerðarmenn og aðrir flugvallar- starfsmenn, og bílarnir voru hlaðn- ir þyrlueldsneyti og varahlutum. Læknar komu fljúgandi til þess að koma upp bráðabirgðasjúkraskýl- um. Gengið var frá matvælum í poka, og skyldi varpa þeim niður við einangraða kofa Navajoanna. Santa Fe járnbrautarfélgið gaf heila járnbrautarfarma af heyi, sem sent var til Gallup í Nýja Mexíkófylki, en bær sá er við aust- urjaðar Navajoverndarsvæðisins. Samtökin „Bjargið börnunum" lét flytja á vettvang fatnað og teppi í tonnatali flugleiðis. Tveir verk- smiðjueigendur sendu 60 vélsleða aö gjöf. En þyrlurnar gátu ekki hafið björgunarstarf sitt, vegna þess að enn hélt áfram að snjóa. Svo hætti skyndilega að snjóa sunnudaginn 17. desember. Himinninn varð varð heiðblár, vindinn lægði og helköld þögn grúfði yfir landinu. Allt var hluið snjó, þannig að hvassar línur landslagsins höfðu mýkzt, og það var sem menn væru staddir á öðrum hnetti. Fyrsta þyrlan, sem lagði a fstað, var HH-43B ,,Husky“ undir stjórn Alex Lupenski höfuðsmanns. Þyrl- an var hlaðin matvælum og lyfjum, og auk áhafnarinnar var læknir meðferðis, einnig Frank Adakai, yfirmaður Navajolögreglunnar, en hann gerþekkti allt verndarsvæðið. Þeirra hlutverk var að fljúga yfir „Svörtu hásléttu" og athuga, hvort þeir yrðu varir við einhverja, sem flytja þyrfti burt tafarlaust. Eftir 49' 20 mílna flug lentu þeír í öðrum stormi og urðu að snúa við. Næstu þrjá daga töfðu stuttir en hvassir hríðarbyljir mjög alla björgunarstarfsemi. Þeir, sem störfuðu við viðhald og þjónustu við flugvélarnar á jörðu niðri, urð.u að hamast við það tímunum sam- an að lemja frosinn snjó af þyrlu- spöðunum og stjórntækjunum svo að unnt væri að koma þyrlunum á loft. Svo þegar þyrlan var loks komin á loft, neyddist flugmaður- inn oft til þess að lenda á einhverj- um heppilegum stað og bíða þess, að hríðarbylnum slotaði. Lupenski höfuðsmaður, sem hafði flogið björgunarþyrlum á Ný- fundnalandi, hafði aldrei lent í öðru eins og þessari stöðugu stór- hríð í landi Navajoanna. „Hér verð- ur maður oft að fljúga í 10 mílur samfleytt án þess að sjá eitt einasta tré, sem getur rofið hina endalausu snjóbreiðu og myndað eins konar sjóndeildarhring,“ sagði hann. „Þegar hríðin er sem dimmust, er eins og maður fljúgi innan í mjólk- urflösku." Þeir lentu þyrlunni, hvar sem þeir sáu krossmerki í snjónum, og leiðsögumaðurin eða læknirinn fóru inn í kofann. Víðast hvar varð læknirinn að skilja eftir lyf og fyr- irmæli um meðhöndlun sjúklinga. En það varð að fljúga tafarlaust til sjúkrahússins með sjúk gamalmenni og þá, sem þjáðust af lungnabólgu eða kali. Samtímis brunuðu vél- sleðarnir yfir snjóbreiðurnar í leit að bágstöddu fólki. Mennirnir, sem óku þessum stórkostlegu farartækj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.