Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 93
POPPO
91
ar viðtökur voru mér sönnun þess,
að svo væri.
VIÐ HÆTTUM Á AÐ TAKA
ÁKVÖRÐUN
Ég hélt, að Poppo ætti erfitt með
að snúa aftur til borgarinnar. Mér
hafði ekki dottið í hug, að ég myndi
eiga erfitt með það Dottie varð að
fara í vinnu daginn eftir að við
komum heim aftur. Og skyndilega
virtist íbúðin okkar verða svo
geysilega rúmgóð — óþarflega rúm-
góð. Ég fann til löngunar til þess
að fara út, stíga upp í leigubíl og
aka niður á Frontstræti.
Hvernig stóð á því, að ég, mið-
aldra maðurinn, sat þarna hugsi og
lét hugaróra lítils snáða smjúga inn
í huga minn og taka sér bólfestu?
„Joe, ég vil, að þú skalt vera pabbi
minn.... Joe, pabbi minn ekki
getur fá nóg af peningum ... Hann
vill fara aftur til Puerto Rico, Joe,
og skilja mig hjá þér eftir.“ Leið
níu ára snáða inn í draumalandið
. . . stytzta leiðin! En sú leið hafði
í för með sér óhainingju fyrir mig,
fyrir Dottie og einnig fyrir Poppo.
Við Dottie vorum bæði á sextugs-
aldri, of gömul til þess að taka barn
í fóstur. Þótt Poppo værí oft krakka-
legur í háttum, þá var hann þegar
að miklu leyti mótaður, og árin,
sem hann hafði mótazt á, hafði
hann dvalið í umhverfi, sem var al-
veg gjörólíkt öllu, sem við áttum að
venjast. Þótt hann þarfnaðist ýmis-
legs, sem faðir hans gat ekki veitt
honum, átti hann samt móður, sem
hann tilbað. Hvers vegna þarfnað-
ist ég þá þessa drengs . . eða hann
mín?
En hvers vegna átti ég að vera
með þessar vangaveltur? Eg hafði
alls ekki séð Poppo þessa þrjá daga,
síðan við snerum heim frá Skjóley!
Síðari hluta þessa dags var bjöll-
unni samt hringt. Það var Poppo.
„Joe, má við koma upp?“
Hann var með Francisco, yngri
bróður sinn, með sér, og var í
himnaskapi eins og venjulega. Hann
rak upp alls konar hljóð, hermdi
eftir öllu og öllum, flaugst á við
bróður sinn. Ég var ánægður yfir
því, að Poppo hafði að minnsta
kosti ekki reynzt neinn bjáni. Hann
hafði snúið heim til Frontstrætis að
nÝju og tekið að lifa sínu fyrra lífi,
glaður að vanda.
En þá leysti Francisco frá skjóð-
unni: „I gær Poppo var að grenja
. . . í allan gær . . . af því . . . hann
vilja koma hingað . . . og pabbi
ekki vilja láta hann koma hing-
að....“
Eg sneri mér að Poppo. Hann
varð feiminn. „Pabbi vildi ekki . . .
ég gera þér ónæði . . Joe. Hann
ekki veit . . . við komum hingað í
dag.“
Eg sagði Poppo. að ég vildi að
vísu hitta hann, en hann mætti
samt ekki óhlýðnast föður sínum.
Og svo fór ég með drengina í leigu-
bíl til Frontstrætis. Ég lét eins og
ekkert væri.
Ég sagði Dottie frá heimsókn
Poppos, þegar hún kom heim.
„Aumingja snáðinn," sagði ég.
„Bara það væri nú eitthvert ráð
. . . til. . . .“
„Heyrðu, vinur,“ greip Dottie
fram í fyrir mér, „ef þú vilt taka
Poppo að þér, þá skaltu gera það!“