Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 36
34
ÚRVAL
spjallsins og vildi ákaft tala um það
málefni. Og þegar við sátum að te-
drykkju, hóf Urussov að sanna þetta
fyrir Turgenev. Ég man ekki hvað
Turgenev lagði til málanna, en það
lenydi sér ekki, að hann hafði
engan áhuga á þessu og reyndi af
fremstu getu að skipta um umræðu-
efni. En Urussov var þrár og hélt
stöðugt áfram að rökræða um þetta
með áköfu handapati. Og veitti því
ekki eftirtekt, að í ákafanum hafði
hann færzt fram á yztu brún stóls-
ins, sem hann sat á. Allt í einu rann
stóllinn undan honum og Urussov
féll undir borðið og fórnaði hönd-
um. Án nokkurrar feimni eða fums,
lauk hann, undir borðinu, við setn-
inguna, sem hann hafði byrjað á.
Turgenev stóðst nú ekki mátil leng-
ur og rak upp hrossahlátur — ein-
um of háan ef til vill. Allir tóku
að hlæja nema Urussov og faðir
minn og það var ekki frekar rætt
um fyrstu setningu Jóhannesarguð-
spjallsins þetta kvöld.
Við sátum þrettán til borðs og
ég held, að það hafi orðið orsök
þess, að talið barst að óttanum við
dauðann. Turgenev taldi að hverj-
um manni væri eðlilegt að óttast
dauðann. Hann játaði að hann
væri sjálfur með því marki brennd-
ur og lýsti því hreinskilnislega yf-
ir, að hann kæmi aldrei til Rúss-
lands, þegar kólera herjaði landið.
Faðir minn og Urussov voru báðir
þeirrar skoðunar, að hverjum þeim
sem óttaðist dauðann væri ógern-
ingur að lifa. Dauðinn er jafn óhjá-
kvæmilegur og nóttin og veturinn,
sögðu þeir. Við búum okkur undir
nóttina og veturinn, á sama hátt
verðum við að búa okkur undir
dauðann. Á þann hátt einan verð-
ur dauðinn ekki ógnvekjandi.
Turgenev sagði þá:
— Hver sá, sem óttast dauð-
ann, rétti upp hönd sína.
Hann rétti sjálfur upp höndina
þegar í stað, en enginn fylgdi for-
dæmi hans.
— Ég virðist þá vera einn um
það, sagði hann.
Þá brá svo við, að faðir minn
rétti einnig upp höndina. Ég held,
að hann hafi alls ekki gert það
af kurteisi, heldur af því, að hann
hafi skyndilega minnzt atviks, sem
gerðist fyrr í lífi hans. Hann varð
þá af tilefnislausu viti sínu fjær af
ótta við dauðann.
Síðar þetta sama kvöld minntist
Urussov á það, að gleðiríkasti at-
burður lífs hans, gerðist, þegar hið.
góða ynni fullnaðarsigur hér á jörð.
I tilefni af þessu vék einhver sér
að Turgenev:
— Segð þú okkur nú, hver er
gleðiríkasti atburður lífs þíns.
Hann svaraði:
— Auðvitað er hann tengdur ást-
um konu. Hann gerist, þegar þú
starir í augu þeirrar konu, sem þú
elskar og sérð, að hún elskar þig á
móti.
Hann þagnaði um stund, en hélt
síðan áfram:
— Ég hef lifað þetta einu sinni
á ævinni, — kannski tvisvar.
f þessari síðustu heimsókn sinni
smitaðist Turgenev af gáska og
gleðilátum unga fólksins og dvald-
ist oft í okkar hópi. Einhverju sinni
tókum við að dansa. Turgenev var
þá spurður að því, hvort gömlu