Úrval - 01.03.1970, Síða 36

Úrval - 01.03.1970, Síða 36
34 ÚRVAL spjallsins og vildi ákaft tala um það málefni. Og þegar við sátum að te- drykkju, hóf Urussov að sanna þetta fyrir Turgenev. Ég man ekki hvað Turgenev lagði til málanna, en það lenydi sér ekki, að hann hafði engan áhuga á þessu og reyndi af fremstu getu að skipta um umræðu- efni. En Urussov var þrár og hélt stöðugt áfram að rökræða um þetta með áköfu handapati. Og veitti því ekki eftirtekt, að í ákafanum hafði hann færzt fram á yztu brún stóls- ins, sem hann sat á. Allt í einu rann stóllinn undan honum og Urussov féll undir borðið og fórnaði hönd- um. Án nokkurrar feimni eða fums, lauk hann, undir borðinu, við setn- inguna, sem hann hafði byrjað á. Turgenev stóðst nú ekki mátil leng- ur og rak upp hrossahlátur — ein- um of háan ef til vill. Allir tóku að hlæja nema Urussov og faðir minn og það var ekki frekar rætt um fyrstu setningu Jóhannesarguð- spjallsins þetta kvöld. Við sátum þrettán til borðs og ég held, að það hafi orðið orsök þess, að talið barst að óttanum við dauðann. Turgenev taldi að hverj- um manni væri eðlilegt að óttast dauðann. Hann játaði að hann væri sjálfur með því marki brennd- ur og lýsti því hreinskilnislega yf- ir, að hann kæmi aldrei til Rúss- lands, þegar kólera herjaði landið. Faðir minn og Urussov voru báðir þeirrar skoðunar, að hverjum þeim sem óttaðist dauðann væri ógern- ingur að lifa. Dauðinn er jafn óhjá- kvæmilegur og nóttin og veturinn, sögðu þeir. Við búum okkur undir nóttina og veturinn, á sama hátt verðum við að búa okkur undir dauðann. Á þann hátt einan verð- ur dauðinn ekki ógnvekjandi. Turgenev sagði þá: — Hver sá, sem óttast dauð- ann, rétti upp hönd sína. Hann rétti sjálfur upp höndina þegar í stað, en enginn fylgdi for- dæmi hans. — Ég virðist þá vera einn um það, sagði hann. Þá brá svo við, að faðir minn rétti einnig upp höndina. Ég held, að hann hafi alls ekki gert það af kurteisi, heldur af því, að hann hafi skyndilega minnzt atviks, sem gerðist fyrr í lífi hans. Hann varð þá af tilefnislausu viti sínu fjær af ótta við dauðann. Síðar þetta sama kvöld minntist Urussov á það, að gleðiríkasti at- burður lífs hans, gerðist, þegar hið. góða ynni fullnaðarsigur hér á jörð. I tilefni af þessu vék einhver sér að Turgenev: — Segð þú okkur nú, hver er gleðiríkasti atburður lífs þíns. Hann svaraði: — Auðvitað er hann tengdur ást- um konu. Hann gerist, þegar þú starir í augu þeirrar konu, sem þú elskar og sérð, að hún elskar þig á móti. Hann þagnaði um stund, en hélt síðan áfram: — Ég hef lifað þetta einu sinni á ævinni, — kannski tvisvar. f þessari síðustu heimsókn sinni smitaðist Turgenev af gáska og gleðilátum unga fólksins og dvald- ist oft í okkar hópi. Einhverju sinni tókum við að dansa. Turgenev var þá spurður að því, hvort gömlu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.