Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 95
POPPO
93
kvæmanleg, svo að vel færi. Við
myndum fá svar við þeirri spurn-
ingu, þó ekki samstundis, heldur
smám saman dag frá degi á ótal
vegu, sem meira mark væri takandi
á en orðunum einum.
ÚR DAGBÓKARBLÖÐUM
NÝS FÖÐUR
Á morgun ætlar Poppo að flytja
til okkar. Það hefur ekki skort æv-
intýrin í líf okkar Dottie. Við lent-
um kannske helzt til seint í þessu
ævintýri, en við vorum samt reiðu-
búin. Sama var að segja um Poppo.
Hann var alltaf reiðubúinn að taka
á móti nýjum ævintýrum. En í dag
spurði hann mig nokkurra spurn-
inga.
„Joe, þegar ég flytja til ykkar
hingað, hvaða nafn á ég þá að
hafa?“
„Nú, sama og þú hefur.“
„Nei, ég vil hafa sama nafn
og þú. Eg vil heita Josef Berger."
„Kannske seinna, Josef Berger
yngri, ef þú vilt. En þú hefur bara
ágætt nafn. Það dugar fyrst um
sinn.“
„Nei, það er ómögulegt, Joe....
Það er spænskt."
Mér hefur aldrei tekizt að sann-
færa Poppo um, að „spænskt fólk“,
en það hugtak notar hann alltaf um
fólk frá Puerto Rico, sé alveg eins
bandarískt og aðrir þegnar lands
okkar. Við verðum að gera allt, sem
við getum, til þess að forða honum
frá því að skammast sín fyrir upp-
runa sinn. Hann má ekki koma með
þann múrvegg með sér á heimili
okkar. Hann má ekki reisa þann
múr á milli okkar.
STEFÁN JÓNSSON,
FRÉTTAMAÐUR:
Stefán Jónsson er fæddur 9.
maí 1923 að Hátsi, HálsÞinghá,
Geithellnahreppi í Suður-Múla-
sýslu. Foreldrar hans eru Jón
Stefánsson, skólastjóri á
Djúpavogi, og Marselína Páls-
dóttir, kennari. Stefán stund-
aði nám í Samvinnuskólanum
1941. Hann stundaði ýmis störf,
þar til hann gerðist fréttmað-
ur hjá Ríkisútvarpinu í apríl
1946. Þar hefur hann unnið
síðan, en fyrir nokkru flutti
hann sig úr fréttadeildinni og
yfir í dagskrárdeild. Stefán er
snjall útvarpsmaður og hefur
auk þess samið bækur, sem not-
ið hafa vinsælda almennings.
Þessar eru hinar helztu: Kross-
fiskar og hrúðurkarlar (1961).
Mínir .menn (1962), Þér að
segja (1963), Jóhannes á Borg
(1964), Gaddasikata (1966),
Ljós í róunni (1968) og Roð-
skinna (1969). Stefán er kvænt-
ur Sólveigu Halldórsdóttur.
V____________I______________________/