Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 109

Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 109
POPPO 107 hann er. En ástúðina getur hann ekki gert sér upp. En þetta var skynsamleg aðvörun. Barn, sem elskar mann, getur samt valdið manni miklum vonbrigðum. Það var líkt og hún hefði lesið í hug minn. „Ykkur hlýtur að þykja mjög vænt um hann. Látið hann eiga slíkar tilfinningar ykkar skil- ið. Látið hann ávinna sér traust ykkar, en ekki öðlast það fyrir- hafnarlaust. Gerið kröfur til hans. Látið hann skilja, að hann verður einnig að leggja eitthvað af mörk- um.“ Hún bað mig enn afsökunar á, að hún leyfði sér að tala þannig. Að síðustu spurði hún mig, hvort hann segði okkur sannleikann. „Öðru hverju, þegar hann neyð- ist til þess.“ „Það verður ekki um nein krafta- verk að ræða, ef bið sjáið ekki um, að hann verði að segja ykkur satt, — ekki þess háttar kraftaverk, sem þið hafið þörf fyrir.“ Ég kvaddi hana með hlýju í huga. Ég veit, að hún vanmetur hina góðu kosti hans. Ég var litlu nær um Poppo, en þó var sem við Dottie hefðum fengið staðfestingu á óljós- um grun, sem hafði verið að búa um sig í hugum okkar undanfarin. Við höfðum verið að velta því fyrir okkur, að það væri skynsam- legra að fresta ættleiðingu Poppos. Ef til vill er hann ekki reiðubúinn til þess að taka svo örlagaríka ákvörðun. Ef til vill erum við orð- in of gömul til þess að gerast for- eldrar níu ára barns, sem á við svo geysilega aðlögunarörðugleika að etja. Ef til vill eru miklar líkur á því, að vel fari við slíkar aðstæður. Þá væri það ekki sanngjarnt gagn- vart Poppo, að ákvörðun yrði tekin svona snemma. Þá væri það sann- gjarnara gagnvart honum, að við skiluðum honum sem fyrst heim til mömmu hans. En við Dottie erum ekki heldur reiðubúin til þess að taka svo örlagaríka ákvörðun. Við verðum að halda viðleitni okkar áfram, ef við eigum ekki að glata allri von okkar um að eignast þennan litla dreng fyrir son. ÞOLRAUNIN Það hefur allt gengið miklu skár, eftir að ég átti tal við frú ísraels. Ég hef að vísu þurft að banna hon- um hitt og þetta, og reka á eftir honum við heimavinnuna fyrir skólann, en Poppo hefur reynt að virða þörf mína fyrir vinnufrið og hefur yfirleitt reynt sitt bezta til þess, að allt mætti ganga snurðu- laust. Okkur hefur fundizt sem allt miðaði í rétta átt, þ. e. a. s. þangað til í gærkvöldi. Þá var hann þrjózkufullur og óhlýðinn uppivöðsluseggur. Hann sagði nei við öllum bónum mínum, skellti skollaeyrum við öllum boð- um mínum og bönnum, þangað til það lá við, að ég lamdi hann. Þá brosti hann og sagðist bara hafa verið að gera að gamni sínu við mig. Þegar mér hafði loks tekizt að koma honum í rúmið, voru tilraun- ir hans til þess að skaprauna mér komnar á það stig, að það var eins og hann væri að reyna að kvelja mig. Dottie kom seint heim þetta kvöld, og ég sagði henni alla sög- una.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.