Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 46
44
Eftir THOMAS
GALLAGHER
Úrdráttur úr
Empire
Landsvœði það, sem Navajoindíánar búa á, er risavaxið og Juirðbýlt, oft
miskunnarlaust, en sarnt storkostlegt. Það nœr yfir hluta af fylkjunum
Arizona, Nýju Mexíkó og Utah, mitt í Suðvesturfylkjum Bandaríkjcmna.
Það er 25.000 fermílur að stærð. Þar skiptast á eyðimerkur, þverhníptar
hamraborgir, liásléttur, þar sem sjá má kletta á stcerð við hafskip gncefa
við sjóndeildarhringinn hér og þar, auðnir, vaxnar runnum og þyrrkings-
legum gróðri, sundursltornar af 100 feta djúpum gjám, en 10.000 feta liá
fjöll gnæfa þar vi.ð himin. Það er líkt og liið heiðbláa, yfirþyrmandi him-
inhvolf beri eitthvert hörkulegt svipmót, jafnvel á hinum mestu góðviðris-
dögum, og hin algera þögn virðist á einhvern hátt ógnvænleg. En samt kalla
120.000 Navajoindíánar auðn þessa heimili sitt. Karlmenmrnir starfa mest-
megnis við gœzlu nautahjarða sinna, konurnar vefa gólfmottur og gæta kinda
og hirða um þær. Nokkur smáþorp eru þarna á stangli, en flestar fjölskyld-
ur búa í einöngruðum bjá.lkakofum, sem eru óvandaðir og nefnast „hogan“
á máli þeirra. Eru þeir dreifðir víðs vegar um þetta risastóra vemdarsvæði
Navajoindíánanna.