Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 108
106
ÚRVAL
hefðum unnið sigur . . . að minnsta
kosti um þessa helgi.
FRÚ ÍSRAELS SEGIR SÍNA
SKOÐUN
Einn daginn sagði Poppo mér, að
ég fengi bréf í póstinum þann dag,
og væri bréfið frá frú ísraels.
Myndi hún kæra yfir hegðun hans
í skólanum, og væri það fyrst og
fremst vegna þess, að hann væri
alltaf síkjaftandi í tímum. Mætti ég
búast við skipun um að mæta í skól-
anum næsta dag.
Þetta stóð allt heima. Og næsta
dag átti ég svo tal við frú ísraels.
Það var virðuleg kona, ströng á
svip. Mér varð fljótt innanbrjósts
eins og væri ég sekur nemandi
hennar.
„Eg sendi eftir yður, vegna þess
að hegðun sonar yðar í skólanum er
mjög ábótavant. Hann er óhlýðinn,
eftirtektarlaus og veldur óróa í
bekknum. Hann slæpist við vinnu
og tekur ekki leiðbeiningum og til-
sögn. Á þessu verður að verða
breyting, eigi hann að fá að vera
áfram í bekknumf'
Það var allt og' sumt. Samtalinu
var lokið af hennar hálfu.
Eg bað hana um að ræða þetta
nánar við mig. Hún virtist hissa, en
samþykkti það þó. Og við töluðum
um Poppo litla og vandamál hans
í heila klukkustund. Hún var at-
hyglisverð kona, stjórnsöm, en þó
skilningsgóð. Það mátti greina sam-
úð á bak við stjórnsemi hennar.
Hún virtist samt aðeins geta
skyggnzt inn í hug og hjarta Pipp-
os litla sem röntgenmyndavél. Hún
sá bara, hvað var að, en virtist ekki
koma auga á kostina. Hún viður-
kenndi þó, að hann gæti verið vin-
gjarnlegur og ástúðlegur, bætti því
við, að hann kynni vel við bekkjar-
systkin sín, einkum þau, sem ekki
bæri að taka sér til fyrirmyndar.
Hún virtist hafa gert sér grein fyr-
ir því, að við Dottie vorum ekki
raunverulegir foreldrar hans. Síðan
spurði hún mig, hve gamall hann
hefði verið, þegar við ættleiddum
hann. Þegar ég sagði henni, að við
hefðum ekki ættleitt hann enn og
hann hefði bara verið hjá okkur í
þrjá mánuði, virtist henni bregða
ónotalega. Öll afstaða hennar til
mín gerbreyttist. Hún hætti öllum
siðaprédikunum. Hún virtist raun-
verulega hrærð, virtist jafnvel kom-
ast í uppnám. Úg sagði henni, að
Poppo hefði átt við geysileg aðlög-
unarvandamál að etja, eftir að hann
hefði flutzt til okkar, og því áliti
ég, að viðleitni hans á heimilinu
væri raunverulega hetjuleg, hvern-
ig sem dæma bæri hana í skólanum.
„Mér finnst þetta aðdáunarverð
tilraun,11 sagði hún. „Ef til vill tekst
ykkur þetta, en ef til vill verðið þið
fyrir vonbrigðum. Þér afsakið von-
andi, að ég skuli tala svona, en þessi
drengur mun valda ykkur von-
brigðum, nema þið getið gert
kraftaverk. Hann er mjög gáfaður,
en þá getur hann einnig reynzt
mjög hættulegur, nema þið getið
treyst honum.“
Þetta voru viturleg orð, sem vert
var að leggja á minnið. Þó vissi
hún ekki um ástúð Poppos. Hann er
að vísu ekki allur þar sem hann er
séður. Hann getur jafnvel verið
undirförull og látizt vera annar en