Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
upp fagnaðarópum. Konungurinn
stóð einn sér í lyftingu, til hliðar
við aftursigluna, en sonur hans,
Valdimar prins nokkru fjær. Skot-
reykinn bar yfir höfnina, og ósjálf-
rátt komu fram í hugann upphafs-
ljóðlínurnar í þjóðsöng Danmerkur:
Við siglu Kristján sjóli stóð
í svælu og reyk.
En nú lagðist konungsskipið við
akkeri, báti var róið til lands, Fin-
sen landshöfðingi steig um borð,
yfirforingjar hinna erlendu skipa
komu til að votta virðingu sína. Við
ferðafélagarnir gerðumst hins veg-
ar svangir og settumst að miðdegis-
verði.
Naumast hafði þjónninn lokið við
að bera okkur íslenzkan lax, af-
burðaljúffengan, þegar sjá mátti
merki þess, að landganga konungs-
ins væri um það bil að hefjast. í
skyndingu voru bátarnir gerðir til-
tækir, við spruttum upp frá borð-
iuu og hröðuðum okkur í land, en
þá var hans hátign strax komin
áleiðis. Konungsbáturinn og bátarn-
ir okkar tveir voru sem næst sam-
hliða: sá var munurinn, að fyrr-
npfndi báturinn var áttæringur, en
við höfðum einungis þremur árum
á að skipa á hvorum báti. Ekki sá
ég aðra smábáta á ferli í höfninni;
bað var að siá sem allir menn væru
í landi. Danski fáninn á aðra hlið
fánar Bandaríkianna og Bret,-
lands hins vesar virtust þreyta æð-
isoen0na keppni: hinir íslenzku
éVmrfandur mundu áreiðanleea hafa
skemmt sér dvrle0a við þetta, ef
beir hefðu ekki, eins og að h'kind-
um lætur, verið í alltof mikilli
spennu til að veita því athygli. Sjó-
mennirnir okkar stóðu sig prýðilega,
enda óspart hvattir með orðum og
áheitum, og nákvæmlega í sömu
andrá og konungurinn steig fæti
sínum á skarlatsrauða landgöngu-
klæðið undum við okkur upp á
næstu bryggju.
Hin formlega móttaka af hálfu ís-
lenzkra yfirvalda og þjóðarfulltrúa
virtist nánast vera einkaeðlis. Kon-
ungsbryggjunni hallaði niður að dá-
litlum heiðurspalli, milli tvöfaldrar
raðar af dönskum fánum og græn-
um blómfléttum. Höfðingjarnir
stóðu á þessum palli og hvorki
ávörp þeirra, er buðu hina konung-
legu gesti velkomna, né svörin við
þessum ávörpum voru heyranleg í
þriátíu feta fjarlægð. Fámennur
hópur fólks, sem hafði safnazt sam-
an niðri við flæðarmálið, hafði uppi
nokkur fagnaðaróp, jafnvel af sæmi-
legum innileik, en allur þorri al-
mennings, eitthvað tvö þúsund
manns, var þögull sem gröfin: enda
hafði enginn heyrt neitt af því, sem
fram fór. Innan tíu mínútna var
allt um garð gengið, landshöfðing-
inn gekk uop bryggjuna, en kon-
ungurinn og prinsinn hið næsta á
eftir honum; báðir gengu þeir hratt
oa voru miög glaðlegir og vingjarn-
legir á svip. Þeim var tekið með
fa.-'naðarópum, sem sýnilega voru
uppgerðarlaus og einlæg. bó að hau
v?eru hvorki hávær né almenn.
1?ólkið virtist ekki vant að láta hug
sinn bannitf í liósi: ég tók í raun
eftir því. að vmsir luku uoo munni
um leið og beir tóku ofan hattana,
voru jafnvel farnir að tæpa á húrra-