Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
Stechkin að mig minnir. Þá sagði
faðir minn:
— Turgenev er alltaf að þvaðra
um einhverja kvenrithöfunda.
í margmenni var Turgenev ævin-
lega miðpunktur samræðna og at-
hygli allra beindist að honum. Hann
hafði óviðjafnanlega frásagnargáfu
og við hlustuðum heilluð á sögur
hans. Hann var enn í fullu fjöri,
þótt sextugur væri, fór í langar
gönguferðir með föður mínum og
stundum einnig með okkur unga
fólkinu. Á þessum tíma höfðum við
byggt okkur frumstætt vegasalt,
sem stamanstóð af planka, sem vóg
salt á þverbita. Eitt sinn er faðir
minn og Turgenev gengu framhjá
því, stóðust þeir ekki freistinguna.
Þeir vógu standandi salt á plank-
anum og lyftu hvor öðrum hátt í
loft upp, öllum viðstöddum til ólýs-
anlegrar ánægju.
f janúar 1880 sendi Turgenev
föður mínum smjaðurleg ummæli
Flaubert um Stríð og frið. Um vorið
sama ár kom hann til Rússlands og
heimsótti okkur enn einu sinni á
búgarð okkar í Jassnaia Poliana.
Að þessu sinni hafði hann tekið
að sér það erfiða hlutverk að koma
því í kring, að Tolstoy tæki þátt í
afhjúpun minnisvarða um Pushkin.
Sú málaleitan bar lítinn árangur.
Hann var því mótfallinn að koma
fram opinberlega og kvaðst forð-
ast mannamót af þessu tagi.
Turgenev kom til okkar annan
maí. Það var vor. Birkið var tek-
ið að grænka og næturgalinn söng
í kvöldkyrrðinni. Daginn áður
höfðu ýmsir íuglar sungið og
kvakað í garðinum okkar. Turg-
enev hafði góða þekkingu á fugl-
um og þekkti þá sundur á söngn-
um.
Flug mýrisnípunnar var í full-
um gangi. Turgenev, faðir minn,
bróðir minn Ilia og ég, gripum
byssur okkar og brugðum okkur í
ofurlítinn leiðangur. Móðir mín
var einnig með í förinni. Við þurft-
um að fara yfir læk á tréplanka.
Ég gleymi aldrei hinni risavöxnu
mynd Turgenevs í brúnum frakka
og með barðastóran hatt, þar sem
hann gekk varfærnislega yfir
bjálkann. Faðir minn hafði farið
á undan til þess að koma sér fyrir
á góðum stað, en móðir mín var
í fylgd með Turgenev og ræddust
þau lengi við. Hún spurði hann
meðal annars hvor hann væri
hættur að skrifa.
Turgenev svaraði:
— Ég er búinn að vera sem rit-
höfundur.
— Hlustar nokkur á okkur, hélt
hann áfram. — Fyrst svo er ekki,
þá langar mig til að segja þér
dálítið. Ég get ekki skrifað leng-
ur. I hvert skipti sem ég hóf nýtt
verk áður fyrr, varð hjarta mitt
barmafullt af ást. Nú er þessu lok-
ið. Ég er orðinn gamall og get
hvorki elskað né skrifað.
Meðan á samtali þeirra stóð kvað
skyndilega við skot og rödd Tolstoy
hljómaði í kyrrðinni.
— Hann er byrjaður, sagði Turg-
enev. — Hann hefur þegar fengið
einn í pokann sinn. Hann er hepp-
inn. Hann hefur alltaf verið hepp-
inn í lífi sínu.
Og það var staðreynd að miklu
fleiri fugiar urðu á vegi föður míns,