Úrval - 01.03.1970, Qupperneq 34

Úrval - 01.03.1970, Qupperneq 34
32 ÚRVAL Stechkin að mig minnir. Þá sagði faðir minn: — Turgenev er alltaf að þvaðra um einhverja kvenrithöfunda. í margmenni var Turgenev ævin- lega miðpunktur samræðna og at- hygli allra beindist að honum. Hann hafði óviðjafnanlega frásagnargáfu og við hlustuðum heilluð á sögur hans. Hann var enn í fullu fjöri, þótt sextugur væri, fór í langar gönguferðir með föður mínum og stundum einnig með okkur unga fólkinu. Á þessum tíma höfðum við byggt okkur frumstætt vegasalt, sem stamanstóð af planka, sem vóg salt á þverbita. Eitt sinn er faðir minn og Turgenev gengu framhjá því, stóðust þeir ekki freistinguna. Þeir vógu standandi salt á plank- anum og lyftu hvor öðrum hátt í loft upp, öllum viðstöddum til ólýs- anlegrar ánægju. f janúar 1880 sendi Turgenev föður mínum smjaðurleg ummæli Flaubert um Stríð og frið. Um vorið sama ár kom hann til Rússlands og heimsótti okkur enn einu sinni á búgarð okkar í Jassnaia Poliana. Að þessu sinni hafði hann tekið að sér það erfiða hlutverk að koma því í kring, að Tolstoy tæki þátt í afhjúpun minnisvarða um Pushkin. Sú málaleitan bar lítinn árangur. Hann var því mótfallinn að koma fram opinberlega og kvaðst forð- ast mannamót af þessu tagi. Turgenev kom til okkar annan maí. Það var vor. Birkið var tek- ið að grænka og næturgalinn söng í kvöldkyrrðinni. Daginn áður höfðu ýmsir íuglar sungið og kvakað í garðinum okkar. Turg- enev hafði góða þekkingu á fugl- um og þekkti þá sundur á söngn- um. Flug mýrisnípunnar var í full- um gangi. Turgenev, faðir minn, bróðir minn Ilia og ég, gripum byssur okkar og brugðum okkur í ofurlítinn leiðangur. Móðir mín var einnig með í förinni. Við þurft- um að fara yfir læk á tréplanka. Ég gleymi aldrei hinni risavöxnu mynd Turgenevs í brúnum frakka og með barðastóran hatt, þar sem hann gekk varfærnislega yfir bjálkann. Faðir minn hafði farið á undan til þess að koma sér fyrir á góðum stað, en móðir mín var í fylgd með Turgenev og ræddust þau lengi við. Hún spurði hann meðal annars hvor hann væri hættur að skrifa. Turgenev svaraði: — Ég er búinn að vera sem rit- höfundur. — Hlustar nokkur á okkur, hélt hann áfram. — Fyrst svo er ekki, þá langar mig til að segja þér dálítið. Ég get ekki skrifað leng- ur. I hvert skipti sem ég hóf nýtt verk áður fyrr, varð hjarta mitt barmafullt af ást. Nú er þessu lok- ið. Ég er orðinn gamall og get hvorki elskað né skrifað. Meðan á samtali þeirra stóð kvað skyndilega við skot og rödd Tolstoy hljómaði í kyrrðinni. — Hann er byrjaður, sagði Turg- enev. — Hann hefur þegar fengið einn í pokann sinn. Hann er hepp- inn. Hann hefur alltaf verið hepp- inn í lífi sínu. Og það var staðreynd að miklu fleiri fugiar urðu á vegi föður míns,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.