Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 111
POPP0
109
með hálfopinn, tannlausan munn.
,,Og þá skal ég hjálpa þér, Joe. Allt
í lagi. Vertu ekkert leiður — ég
skal „passa“, að þú geta lifað.“ Og
hann hélt áfram ro.asi sínu.
María býr með börnum sínum á
annarri hæð húss, sem er næstum
að falli komið. íbúðin er örlítil, en
hrein. Þar er mjög lítið um hús-
gögn, aðeins rúmstæði, borð og
kollar. Allt bar merki skortsins.
Hreinlæti Maríu gat ekki falið
sprungurnar í veggjunum, götin á
gólfinu og þennan súra þef, sem
var af öllu inni sem úti. María var
hissa á, að ég skvldi leyfa Poppo
að dvelja þar um nætursakir. Henni
létti, þegar ég sagði, að við byggj-
umst við Poppo á morgun. Hún
sagði, að Johnny, kunningi hennar,
myndi koma með hann. Svo spurði
hún um ættleiðinguna. Ég skýrði
henni frá heimþrá Poppos og sagði,
að bezt væri að sjá til um sinn.
Poppo þyrfti lengri tíma til þess að
ákveða sig, en við værum alveg
ákveðin.
Hún varð döpur á svipinn yfir
þessum fréttum, en ekki undrandi.
Hún var vön slæmum fréttum. En
ég gat séð, að María átti líka í bar-
áttu. É'g held, að hennar afstaða sé
hin sama og okkar. Hún vill bara
gera það, sem bezt er fyrir Poppo.
POPPO TEKUR ÁKVÖRÐUN
Poppo var þreytulegur, þegar
hann kom heim í dag. Hann sagðist
vera glaður yfir að vera kominn
heim, en orð hans voru ekki sann-
færandi. Síðar um daginn átti ég
rólegt samtal við hann. Að lokum
gat hann ekki þagað yfir þessu
lengur.
„Joe, ég ekki geta gert að því —
en ég vildi ég var heima.“
„Fyrir fullt og aUt?“
Hann kyngdi. „Ertu reiður, Joe?“
„Nei, auðvitað ekki. Það var gott,
að þú sagðir mér það. Þú verður þá
hamingjusamari, en það þýðir, að
ég verð það líka.“
„Ég er ekki hamingjusamur. En
ég er alveg viss — en sko — það
er bar ... þú ekkji verða vinur
minn áfram, Joe? Er það?“
„Ég er vinur þinn, Poppo . . .
para siempre. Um það er ég viss.“
„Og má ég koma . . . að heim-
sækja þig?“
„Næsta laugardag, ef þú vilt. Og
þú mátt vera hér yfir nótt, um
hverja helgi, ef þú vilt.“
„Getum við . . . kannske . . . fara
til Skjóleyju næsta sumar?“
„Kannske — og kannske eitthvað
annað. Stundum er betra að fara á
nýja staði, gera eitthvað nýtt.“
„É'g ekki vil neitt nýtt, Joe. Hve-
nær má ég fara heim?“
Ég sagði, að hann mætti fara á
morgun, og ég fór niður til þess að
segja Dottie fréttirnar.
Það var eins og hringiðan litla
hefði verið lostin töfrastaf. Hann
ólgaði og iðaði allur, æddi fram og
aftur, tíndi saman dótið sitt og tal-
aði í sífellu um ,,heimilið“ sitt.
Áður hafði hann sofið hjá Carm-
en, en nú hefur hún rúm út af fyr-
ir sig, og nú ætlaði hann að sofa
hjá Francisco. „Og litli krakkinn,
Joe. Iítil stelpa — hún er svo sæt,
Joe! — Joe. og má fara með svo-
lítið leikföng heim —- ha? — Og