Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 68
66
ÞAÐ GERIST margt skemmtilegt
í járnbrautarlestum og því til sönn-
unar má nefna hundrað blaðsíðna
bók, sem Danir hafa gefið út og
kalla „Jernbanehumör". Enda þótt
járnbrautir séu ekki þau farartæki,
sem setja svip á daglegt líf okkar,
skulum við velja einn brandara úr
þessari ágætu bók:
Ameríkani lenti eitt sinn í klefa
með heyrnarsljórri, danskri hefð-
arfrú. Frúin starði af hinni mestu
athygli á manninn, sem opnaði
munninn sí og æ, svo skein í gull-
ið, í skjannhvitum tönnum hans.
Skyndilega missti frúin alveg þol-
inmæðina, hristi höfuðið og sagði
við manninn:
— Þér eruð nú búinn að tala við
mig í tíu mínútur, en ég hef ekki
heyrt eitt einasta aukatekið orð.
Ameríkaninn svaraði án þess að
hreyfa sig hið minnst:
— Ég tala ekki, darling. Ég tygg
tyggigúmmí.
KENNARI nokkur í rússneskum
skóla spurði nemendur sína, hvaða
rússneskt stórmenni það væri, sem
foreldrar þeirra hefðu mynd af
uppi á vegg. Ivan var fljótur til
svars og svaraði stoltur:
— Lenin!
Boris litli rétti upp hendina og
sagði:
— Stalín!
Og Nikolaj var að springa af
stolti um leið og hann svaraði:
— Krústjov!
En Koljan varð niðurlútur og
þagði stundarkorn, en sagði síðan:
— Við höfum alls engar myndir.
— Hvers vegna ekki? Eru for-
eldrar þínir ekki föðurlandsvinir?
— Jú, það eru þeir, fullvissaði
Koljan kennarann. — En við höfum
engan vegg. Við búum í miðju her-
bergi.
— o —
Roskin kennslukona hafði verið
gripin fyrir að aka yfir á rauðu
ljósi. Fyrir réttinum bar hún, að
hún hefði verið orðin of sein í skól-
ann.
Þá rann upp ljós fyrir dómaran-
um, sem var ungur að árum. Hann
þekkti kerlu aftur og minntist
barnaskólaáranna. Þetta er tæki-
færi, sem ég hef lengi beðið eftir,
hugsaði hann með sjálfum sér.
Dómskvaðningin hljóðaði svo:
— Þér skuluð setjast þarna út í
horn og skrifa 500 sinnum: — Ég
skal aldrei aka yfir götu á rauðu
ljósi!“
(Víkingur).