Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 33
TURGENEV OG TOLSTOY
31
Kemur þú til Tula eða á ég að koma
til Jassnai Poliana?"
Nokkrum dögum síðar sendi
Turgenev okkur boð þess efnis, að
hann ætlaði að aka frá Tula til
Jassnaia. Faðir minn fór sjálfur til
Tula til að taka á móti honum.
Engar heimildir eru nú til um
þennan fyrsta fund þeirra eftir
sautján ára aðskilnað, eða nein
vitneskja um það sem þeim fór á
milli á þessari hálfrar annarrar
klukkustundar ferð frá Tula til
Jassnaia. Það má hinsvegar geta
sér til þess að fundur þeirra hafi
verið ástúðlegur og báðir hafi forð-
azt, að minnast á nokkuð það, er
gæti valdið misklíð.
Við biðum komu Turgenevs með
mikilli eftirvæntingu. Ég vissi, að
hann var hár vexti, en hann var
miklu stærri en ég hafði búizt við.
í mínum augum var hann risi —
risi með góðleg augu. Hann var
digur, vöðvarnir hvaplegir, rjóður
í andliti, hárið snjóhvítt og skegg-
ið sömuleiðis. Faðir minn virtist
lágvaxinn í samanburði við hann,
þótt hann væri meira en meðal-
maður á hæð. En hann var talsvert
unglegri í útliti, enda var Turgenev
sextugur, en hann fimmtugur.
Turgenev var orðinn gáhærður eins
og áður er sagt, en faðir minn hélt
enn dökku hári sínu. f samskiptum
þeirra fannst glöggt, að Turgenev
var eldri. Mér virtist framkoma
föður míns gagnvart honum ein-
kennast af kurteisi og virðingu, en
ofurlitlum fáleikum, en Turgenev
hins vegar sýna stöðuga gætni og
varúð í skiptum við föður minn.
Turgenev hafði meðferðis ýmsa
hluti, sem voru ævintýralegir í okk-
ar augum: dýra ferðatösku úr leðri,
glæsileg samkvæmisföt, tvo bursta
úr fílabeini og fleira. Ég man einn-
ig eftir flauelsfrakkanum hans og
vesti úr sama efni, silkislifsi, mjúkri
silkiskyrtu og tveimur gullúrum,
sem hann bar. Hann hafði ánægju
af að sýna þessi úr, sagði að þau
væru krónometer, að hann hefði
mikið dálæti á góðum úrum og að
hann liti oft á þau til þess að gæta
að, hvort þau mældu tímann jafnt
og réttilega. Hann hafði einnig í
vasa sínum forkunnarfagrar tó-
baksdósir. Hann sagði okkur, að
hann hefði hætt að reykja, þegar
tvær franskar fegurðardísir neituðu
að kyssa hann, af því að hann
reykti.
— Og nú, bætti hann við, — nú
leyfa Parísarmeyjarnar mér jafn-
vel ekki að taka í nefið.
Turgenev átti langar viðræður
við föður minn bæði á vinnustofu
hans og gönguferðum þeirra. Ég tel
víst, að umræðuefni þeirra hafi
fyst og fremst verið bókmenntir.
Turgenev fylgdist mjög vel með
því, sem var að gerast á þessu
sviði. Ég man eftir því, að í þetta
skipti mælti hann sérstaklega með
tveimur rithöfundum við föður
minn. Annar var rússneskur, Ger-
shin, hinn franskur, Maupassant.
Þegar faðir minn hafði kynnt sér
þessa höfunda, virti hann þá báða
mikils og hann sagði oft, að Mau-
passant væri í hópi hinna beztu. Ég
held að það hafi einnig verið í'
þetta sinn, sem Turgenev mælti með
skáldkonu nokkurri, Madame