Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 102
100
ÚRVAL
við vildum ættleiða Poppo lögum
samkvæmt.
Hún kom heim til okkar á til-
skildum tíma, ásamt þeim Carmen
og Francisco. Það var liðinn nærri
mánuður, síðan hún hafði séð
Poppo, og þau voru mjög ástúðlegt
hvort við annað að venju. Þegar ég
horfi á þau saman, fæ ég þann grun,
að hann sé í mestu uppáhaldi hjá
henni af öllum börmmum hennar.
Tilfinningarnar voru ekki látnar í
ljós á neinn óhóflegan hátt. Það var
bara um að ræða rólega, innilega
gleði. Hún greiddi honum, þótt hún
vissi sjálfsagt, að hárið yrði sam-
stundis úfið aftur. Hún hneppti
skyrtunni hans í hálsinn og snerist
í kringum ungann sinn. Síðan fóru
þeir upp að leika og ég útskýrði
ákvörðun okkar fyrir Maríu. Carm-
en gerðist túlkur okkar.
Svar Maríu var hiklaust. Þetta
var það, sem hún hafði alltaf von-
azt eftir. Hún sagði hið sama og
Julio hafði áður sagt: „Þið getið
veitt honum svo miklu meira en ég
get.“
Eftir kynni mín af drengnum, öll-
um uppátækjum hans og sífelldum
spurningum, þrjózku hans og
glettnisfullu duttlungum, get ég vel
skilið, að hann hafði verið þeim
Julio og Maríu stöðugt áhyggju-
efni. Og samkvæmt áliti þeirra,
hefur hann nú sýnt, að hann hefur
komizt áfram í heiminum, að það
fyrirfinnst fólk, sem hefur komizt
að því, að „prakkarinn hann Poppo“
er indæll og elskulegur drengur í
raun og veru. Já, þetta fólk er jafn-
vel svo sannfært um það, að það
vill eignast hann fyrir son.
Dottie vill endilega tilkynna
Poppo ákvörðun okkar tafarlaust,
en við samþykktum að bíða, þang-
að til við yrðum viss um, að ekki
gæti verið um nokkrar lagalegar
flækjur að ræða. Ég verð að játa,
að ég er alveg dauðhræddur, þegar
við höfum loks tekið þetta örlaga-
ríka skref.
„ÞETTA ER ALLT í ALVÖRU,
POPPO“
Eftir að hafa átt tal við lögfræð-
ing okkar næsta morgun, hringdi ég
í skrifstofu Dottie og sagði, að lög-
fræðingurinn væri nú nær algerlega
sannfærður um, að fullgild ættleið-
ing yrði framkvæmanleg, og ætti
þetta allt að geta verið komið í
kring að fullu eftir fjóra mánuði.
„Svo að nú er það öruggt, að
Poppo verður raunverulega sonur
okkar,“ sagði ég. „Nú getum við
tilkynnt honum þetta.“
Það varð dálítil þögn, og ég
heyrði, að hún var hrærð í huga,
þegar hún svaraði loksins: „Segðu
honum það, strax þegar hann kem-
ur úr skólanum, Joe. Bíddu ekki
með það, þangað til ég kem heim.“
Ég fann, að ég gat ekkert unnið.
Ég var glaður yfir því, að Dottie
ætlaðist ekki til, að ég þegði yfir
þessu við Poppo, þangað til hún
kæmi heim um kvöldið. Mér datt
í hug að hringja í skólann til Popp-
os og biðja um, að hann yrði send-
ur heim samstundis, en við nánari
umhugsun fannst mér það kjána-
legt. En eftir hádegismatinn datt
mér skyndilega í hug, að hann kæmi
kannske ekki beint heim. Því: lagði
ég af stað fyrir klukkan þrjú og