Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 101

Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 101
POPPO 99 Hann krefst þess stöðugt, að ég veiti honum ótakmarkaðan tíma og athygli. Hann getur ekki haft ofan af fyrir sér sjálfur í fimm mínútur í einu. Og ég veit það nú, að hann kom hingað með það í huga, að ég gæti ekki aðeins komið í stað föð- ur hans, heldur einnig allra bræðra hans og systra, írændsystkina og leikfélaga. Eg vinn yfirleitt heima, og því getur hann ekki skilið, að ég get ekki alltaf verið reiðubúinn, hvenær sem' hann krefst þess. Ég er heima, og því heldur hann, að það skipti engu máli. Þegar hann kom heim úr skólan- um í dag, neitaði hann að fara út að leika sér. Hann kom með ótal mótbárur, lofaði að láta mig í friði við vinnu mína, og honum tókst að tefja fyrir mér alveg fram að mat- málstíma. Eftir kvöldmatinn lít ég yfirleitt á heimavinnuna hans, læt hann baða sig, segi honum sögur, þegar hann er kominn í rúmið, — snýst í kringum hann, þangað til hann er sofnaður. Ég hef hingað til farið meðalveg- inn, en í dag hringdi ritstjóri tíma- rits nokkurs í mig og bað mig að skrifa grein, og varð ég að skila henni innan tíu daga. Ég sé, að ég kemst brátt í vanaa, ef ég finn ekki einhver ráð til þess að gera Poppo sjálfum sér nógan í ríkari mæli. En það er mjög ráðagóður ná- ungi, sem ég er að fást við. Og hann þarfnast svo margs nú sem stendur. VIÐ TÓKUM ÖRLAGARÍKA ÁKVÖRÐUN Dottie kom ekki heim úr vinn- unni fyrr en klukkan ellefu í kvöld, og Poppo var ekki enn sofnaður, þegar hún kom heim. Hún skrapp inn í herbergið hans til að bjóða honum góða nótt og dvaldi þar í nokkrar mínútur. Hún var hugsi á svip, þegar hún kom þaðan út: — „Hann er í uppnámi vegna ein- hvers,“ sagði hún við mig. „Veiztu, hvað það er?“ Ég sagði henni, að Carmen hefði hringt, rétt eftir að Poppo var kom- inn í rúmið, og sagt, að María vildi gjarnan koma í heimsókn með þau annað kvöld. Kunningi Maríu ætl- aði að aka þeim. Eg hélt, að Poppo yrði glaður yfir fréttunum, en hann varð órólegur og gat ekki sofnað. „Ég vildi, að móðir hans kæmi ekki,‘ sagði Dottie. „Barnið afber það ekki, að fjölskyldurnar togi í hann sitt á hvað.“ „En samt finnst honum líka, að honum hafi verið útskúfað af heim- ili sínu,“ sagði ég. „Hann gleymir því aldrei, hversu Julio var reiðu- búinn til þess að afhenda okkur son sinn.“ „Joe, fyrst þú nefnir útskúfun, þá langar mig til þess að spyrja þig, hvað þú heldur, að við séum að gera drengnum í raun og veru? Þú sagðir sjálfur, að hann vildi láta breyta nafni sínu í Josef Berger, yngri, og þú varðst þá að segja við hann: „Seinna, seinna.“ Barn, sem er eins næmgeðja og gáfað og Poppo, hlýtur að finna sárt til slíks.“ Dottie tók utan um mig: „Ég vil, að hann verði Josef Berger, yngri." „Ég líka,“ sagði ég. í kvöld sagði ég Maríu svo, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.