Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 103
POPPO
101
beið hans, þegar hann kom út úr
skólanum.
Við töluðum um þetta alla leið
heim, og ég reyndi að útskýra lög-
lega ættleiðingu fyrir honum eftir
beztu getu. „Þetta er til frambúðar,
Poppo, — sko, í alvöru. Eftir dálít-
inn tíma verðurðu orðinn sonur
okkar, alveg eins og við hefðum
verið raunverulegir foreldrar þín-
ir.“
Poppo þarf ekki mikið til þess
að verða æstur og hávær, en þegar
eitthvað stórvægilegt kemur fyrir
hann, hvort sem það er gott eða
slæhit, verður hann ósköp rólegur
og talar lágum og tilbreytingarlaus-
um rómi. Og það gerðist einnig
núna.
„Verð ég þá Josef Bergir, yngri?“
„Já, ég verð faðir þinn, raunveru-
legur faðir þinn, sko, alvörupabbi,
og Dottie verður móðir þín. Og við
erum bæði mjög glöð yfir því.“
Við vorum á gatnamótum og bið-
um eftir umferðarljósmerki. Hann
hafði aldrei látið mig leiða sig yfir
götu áður. En þegar græna ljósið
kviknaði, rétti hann mér nú hönd
sína og gleymdi að sleppa henni,
eftir að við vorum komnir yfir göt-
una.
„EKKI FYRIR TRILLJÓN
ÞÚSUND DOLLARA"
Þegar vinir okkar og kunningjar
heyrðu um ættleiðinguna, sögðu
þeir yfirleitt eitthvað á þessa leið:
„Mikið er þetta fallega gert af ykk-
ur!“ Mér gramdist þetta alltaf. Við
erum ekki að sýna óeigingjarna
göfugmennsku gagnvart fátæku
barni, líkt og þeir eiga við, heldur
erum við á einhvern óskiljanlegan
hátt að eignast geysileg auðæfi. Við
hefðum aldrei getað fundið neinn
„Poppo“, þótt við hefðum leitað að
honum með logandi ljósi. Hann var
líkt og óskiljanleg uppbót á allt
okkar líf.
Ég þurfti að fara inn í miðborg í
dag og hringdi þaðan heim til þess
að spyrja, hvort Poppo væri kom-
inn heim úr skólanum. Hún Pearl,
sem vinnur hússtörfin fyrir okkur
2 daga í viku, kom í símann, og
sagði að hann væri ekki kominn
heim ennþá. Þetta var klukkutíma
seinna en hann var vanur að koma
heim. Ég hringdi aftur klukkan hálf
fimm, og þá var hann ekki enn
kominn heim.
En þegar ég kom heim rétt eftir
fimm, var hann kominn. Hann
sagði, að hann hefði staðið fyrir
óspektum í bekknum og hefði ver-
ið látinn sitja eftir í refsingarskyni.
„Ég hafði svo miklar áhyggjur af
þér,“ sagði hann.
„Þegar þú ekki heyra ég var kom-
inn heim, þá þú halda, ég ætla alls
ekki koma heim aftur? Ekki rétt?“
spurði hann. Hann virtist mjög
ánægður yfir þeim möguleika og
beið forvitinn eftir svari.
Nú var komið að mér að prófa
hann. „Ég hélt, að þú hefðir kann-
ske strokið."
Hann hló við. „Það myndi ég ekki
gera . . . nei, ekki fyrir milljón
þúsund dollara . . ekki fyrir trillj-
ón þúsund dollara." Svo varð hann
hugsi og bætti svo við, glúrinn á
svip ,,Og það er heil glás af pen-
ingum.“