Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
vekja þeir óskorað trúnaðartraust
með hinum einfalda styrkleika, sem
lýsir sér í bláum, staðfestulegum
augum og fastmótuðum munnsvip.
Á götunum var fjöldinn allur af
hestum, gráum og skjóttum, með
fax svipað ljónsmakka. Ég geri ráð
fyrir, að mörg minni hafi verið
drukkin þennan dag, því þessi forn-
norræni veizlusiður nýtur hér enn
mikilla vinsælda; samt sá ég ekki
nema einn mann, sem var eitthvað
óstöðugur á fótunum, og tókst hon-
um þó að halda sér allsgáðum í
andlitinu.
Síðari hluta dagsins heimsóttum
við ýmsa menn og nutum þar hand-
leiðslu Eiríks Magnússonar. Biskup-
inn, herra Pétur Pétursson, tók
fyrstur á móti okkur með þeirri
ljúfmannlegu og fáguðu kurteisi,
sem vænta mátti af manni í hans
stöðu. Hann ræddi við okkur á
frönsku, sonur hans á ensku og kona
hans á dönsku. Flaska af kampa-
víni var borin fram og gestgjafar
okkar, sem auðsýndu okkur hina
mestu vinsemd, skáluðu við okkur
til að bíóða okkur velkomna til Is-
lands. Við skýrðum þeim frá til-
«anCTi okkar með ferðinni, lýstum
áhusra landa okkar fyrir þessari ein-
stæðu afmælishátíð og hðfðuðum til
fornrar frændsemi, er væri tilkom-
in fyrir ævagömul ættatengsli
Gauta og Saxa og seinna fyrir nor-
mannska blóðblöndun. Sá fslend-
ingur er ekki til — og vart heldur
nokkur annar Norðurlandahú; — að
hann kunni ekki skil á ættstofni
sínum og sé hróðugur af honum.
Næst sóttum við heim amtmann-
inn yfir suður- og vesturhluta lands-
ins, Berg Thorberg. Frú Thorberg
talaði ensku reiprennandi og með
miklum glæsibrag; satt að segja
höfum við veitt því athygli, að
reykvískar hefðarkonur tala venju-
legast ensku og herrarnir frönsku.
Þá heimsóttum við enn hvern af
öðrum, guðfræðikennarann, prófast-
inn og rektor Latínuskólans. Rekt-
orinn hafði heyrt þess getið, að
fram færi í Ameríku söfnun bóka
handa íslandi — einkum fyrir frum-
kvæði prófessors Williards Fiske
við Cornellháskóla, — en kvartaði
undan því, að ekkert hefði enn bor-
izt af þessari væntanlegu bókagjöf,
nema einn kassi frá Smithsonian
Tnstitute. Öll aukaeintök bókanna
verða á sínum tíma send til Akur-
eyrar, sem er höfuðbær Norður-
lands.
Um Reykjavík er það að segja,
að hún er víðsfjarri því að vera sá
dimmi, óþrifalegi og daunilli bær,
sem vissir ferðamenn, enskir og
þýskir, hafa verið að lýsa. Göturn-
ar eru breiðar og hreinlegar. húsin
með afbrieðum hlýleg og viðkunn-
anleg, grasið grænna en nokkurs-
staðar annars, fiarða- og fjalla-
hringurinn vægast sagt stórfengleg-
ur. og það er einungis hið algera
tr.iáleysi, sem gefur í skyn hina
norðlægu hnattstöðu landsins.
•ír