Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 106
104
URVAL
æsingu fyrr. í!g sagði, að hann gæti
hitt móður sína á morgun, en það
nægði ekki. É'g fer ekki með ykkur
. . . í heimsókn . . . ég vil fara heim
til mömmu!“
Hvað áttum við að gera? Við gát-
um ekki skilið hann eftir, því að
við ætluðum ekki að koma aftur
fyrr en seint um kvöldið. Hann
vissi, að hann kom okkur þannig í
vanda, og ég fann það skyndilega,
er hann sat þarna og neitaði að
koma með okkur, að hann var að
refsa mér.
Eftir hálftíma viðureign spurði
ég hann, hvað hann vildi í raun og
veru.
,,Ég vil fara til mömmu.“
Þá hrökk þessi spurning óvart
upp úr mér: „Bara sem snöggvast
. . . . eða fyrir fullt og allt?“ Poppo
hafði neytt mig til þess að spyrja
þannig.
„Bara sem snöggvast . . bara í
dag . . .“ sagði hann . . . „af því ég
ekki ætla í heimsóknina með ykk-
ur.“
„Jæja, Poppo, hvað myndurðu
segja, ef ég segði, að ég skyldi fara
með þig til mömmu? En ef ég segi
það, þá ætla ég líka að setja fötin
þín ofan í ferðatösku og segja henni,
að það sé bezt, að þú verðir eftir
híá henni. Er það þetta, sem þú
vilt?“
Hann hikaði. „En leikföngin og
kortin og myndirnar í leikherberg-
inu?“
Ég hélt, að hann væri alveg kom-
inn að því að láta undan. En ég
hafði ályktað rangt. Eg var að
þvinga lítinn. örvæntingarfullap
dreng til þess að taka ákvörðun. Og
hann tók hana.
„Allt í lagi, Joe. Þú skalt ná í
ferðatöskuna."
Dottie kom mér til hjálpar og
sagði „Joe, það er bjánalegt að taka
þessa ákvörðun núna. Það er alveg
óþarfi.“ Svo sneri hún sér að Poppo
og sagði blíðlega' „Þú þarft ekki
að ákveða þetta núna. Er það ekki
rétt, að þú veizt ekki í rauninni,
hvað þú vilt?“
„Ég vil vera hérna, en. . . . “
„Það þarf alls ekki að ákveða
þetta núna, elskan Við ætlum ekki
að ættleiða þig í hvelli. Þú tilheyrir
enn mömmu þinni og getur flutt
heim til hennar, hvenær sem þú
vilt. Við getum ekki komið í veg
fyrir það. Og hún getur tekið þig
til sín, hvenær sem hún vill, án
þess að við getum gert nokkuð.“
„Og ég þá ekki þurfa spyrja ykk-
ur?“
„Ég er einmitt að reyna að út-
skýra það fyrir þér.“
„En.... Hann hikaði. „En . . .
sko, ef ég vil . . þá ég get vera
kyrr hérna . . . ekki rétt?“
„Eins lengi og þú vilt.“
„Og ég ekki þurfa að fara í heim-
sóknina með ykkur. ef ég ekki vil?“
„Nei, en þú mátt koma, ef þú vilt.
Þér var líka boðið.“
„Allt í lagi . . Eg hitta mömmu
bara á morgun." Og hann þaut inn
í herbergið sitt og fór að búa sig.
Hann öðlaðist aftur fyrri kæti
sína. María kom í heimsókn næsta
dag, og þegar hún var farin, fórum
við á veitingahús til þess að borða,
því að Dottie var ekki heima. Á
leiðjnni heim þaut Poppo upp um