Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 48

Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 48
46 ÚRVAL var hann 8 mílur í burtu. Það gekk allt slysalaust jyrstu 5 mílurnar á þjóðvegi númer 164, enda hafði þegar verið ýtt tvisvar af veginum. Hann lenti bara í svolitlum vand- ræðum í beygjum niður í móti. Svo kom hann að sléttum kafla, þar sem skafið hafði í geysimikla skafla, sem náðu alveg upp að vél- arhúsinu á bílnum hans. Hann ákvað því að ganga það sem eftir var leiðarinnar. Hann brauzt í gegnum skaflana nokkur hundruð metra vegalengd, bæði á veginum og utan hans. En kraftar hans þurru óðum, bæði vegna þess að bæklaði fóturinn gerði honum óhœgt um gang í þess- um mikla snjó og hann átti erfitt með að ná andanum í þessum ís- kalda stormi. Hann velti því fyrir sér, hvort hann ætti að bíða eftir snjóplóginum, sem hafði aðsetur í Teec Nos Pos, eða að reyna að kom- ast aftur að bílnum sínum. Loks sökk hann alveg upp í mitti í snjó- skafli einum, og að svolítilU stundu liðinni sofnaði hann með brosi á vör. Á BAK VIÐ „FOSSINN“ Þegar Navajoarnir brutust út úr kofum sínum á fimmtudagsmorgni, til þess að gegna búpeningnum, skall helköld norðanhríðin á þeim. Það hafði byrjað að frjósa um nótt- ina, og nú hafði vindurinn aukizt, og var vindhraðinn nú orðinn 40 mílur á klukkustund. Og enn kaf- snjóaði. Navajoarnir neyttu ýtrustu krafta til þess að moka frá opnum búpeningsskýlum sínum, en það stoðaði lítið. Snjórinn hækkaði sí- fellt í kringum dýrin. Þetta var sér- staklega erfitt fyrir kindurnar. Það mynduðust ísklumpar í ull þeirra, og reyndu Navajoarnir að lemja klumpana af með prikum. Öðru hverju lægði storminn, og þá var eins og annarleg blæja ein- hvers draumalands breiddist yfir allt landið. Það var eins og dýr og menn væru slitin úr tengslum við allan umheiminn, lokuð inni í sín- um litlu klefum. Öll veröldin virt- ist hafa breytzt í snjó. Daníel Gulltönn, fertugur fjár- hirðir, sem komst ekki burt frá fjárbyrgi sínu, vissi, að hinar litlu birgðir hans af þurrum greinum og sprekum mundu ekki duga, þangað til óveðrinu slotaði. Hann áleit, að hann mundi hafa þetta af, ef hann gœti brennt nýjum við með þeim gamla, þ.e. við, sem enn vœri safi í og mundi því ekki fuðra upp í hvelli. Því batt hann öxina á bak sér og lagði af stað upp á nœstu hamraborg, en þar uppi uxu þyrk- ingsleg sedrusviðartré og furutré. Hann þurfti að klöngrast nokk- ur hundruð feta leið upp eftir snævi þöktum hamrahlíðum. Hann varð að gœta þess við hvert fótmál að hrinda ekki af stað skriðu. Vind- hraðinn var nú orðinn 50 milur á klukkustund, og vindurinn stóð beint í fang honum. Hann fann klettaskoru nokkra, er hann var kominn hálfa leið upp. Hann skreið þangað inn til þess að bursta burt snjóinn, sem smogið hafði niður um hálsmálið. Stormurinn œddi í tryllingi fyrir utan klettaskoruna. Hann virtist hrynja niður í fossa- föllum og lemja utan klettana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.