Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 125
BACH
TÓNSKÁLD ALLRA TÍMA
123
ráðna ákvörðun, er hann tók við
stöðu kórmeistará við St. Thomas-
arskólann í Leipzig. Launin þar
voru lægri og þjóðfélagsstaðan
minna metin. Lífsskilyrði hans urðu
því lélegri og skyldustörf hans erf-
iðari og óþægilegri. Hann átti að
sjá um orgelleik og kórsöng í tveim
kirkjum í Leipzig, og þar að auki
hafði hann minni háttar skyldum
að gegna við tvær aðrar kirkjur.
Hann kenndi latínu og var eftir-
litsmaður kórdrengja. Ómegð hans
óx, og átti hann nú erfiðara með
að sjá fjölskyldu sinni farborða en
áður. Eftir dauða Barböru konu
hans giftist hann söngkonunni Önnu
Magdalenu Wiilken árið 1721. Hún
gerðist stjúpmóðir þeirra fjögurra
barna hans, sem á lífi voru. Og svo
ól hún honum 13 börn sjálf.
KENNARI OG TÓNTÆKNI-
SNILLINGUR
Næstu 15 árin tókst Bach samt
einhvern veginn að semja geysi-
legan fjölda tónverka, bæði mess-
ur, passíur, oratorio og mestan
hluta þeirra 295 kantata, sem hann
er álitinn hafa samið (af þeim eru
nú 217 til). En áheyrendur voru
samt enn ósnortnir af verkum hans.
Þegar Sankti Mattheusarpassía hans
var uppfærð í fyrsta sinni, hrópaði
einn áheyrenda upp yfir sig í ör-
væntingu: „Guð hjálpi okkur! Þetta
gæti sem bezt verið ópera!“
Á efri árum sneri Bach sér smám
saman frá samningu kirkjutónlistar
og tók að einbeita sér að nýjum
stíl, sem var jafnvel enn róttækari
og lausari við útflúr og veraldleg-
ur í hæsta máta. Hann virtist ein-
ungis gera þetta sér til yndisauka.
Hann hafði alltaf verið kennari,
fyrst barna sinna og síðan ýmissa
nemenda gegn kennslugjaldi. Hann
var einn fyrsti nótnaborðskennar-
inn, sem hóf notkun þumalfingurs
í orgelleik og ráðlagði nemendum
sínum að beygja fingurna, en hafa
þá ekki beina. Hann sagði við nem-
endur sína í tónsmíðum, að kontra-
punktslínur ættu að líkjast fólki,
sem er að tala saman, þ. e. hver
þeirra ætti að segja heila setningu,
Ijúka henni spyrjandi eða svarandi
og þegja svo, þegar „hún“ (línan)
hefði engu við að bæta.
Verk þau, sem Bach samdi á sex-
tugs- og sjötugsaldri, hafa að geyma
alla þá reynslu, kunnáttu og tækni,
sem hann hafði öðlazt á langri ævi.
Þar er t. d. um að ræða Goldberg-
tilbrigðin fyrir harpsichord, „Catec-
hism-prelúdíurnar“ fyrir orgel og
verk það, sem hann lauk aldrei við
að fullu, „List fúgunnar".
í ellinni hlaut Bach þó eitt sinn
mikla viðurkenningu, sem segja má,
að hafi verið hápunkturinn á ver-
aldargengi hans. Þar var þó aðeins
um einn einstakan atburð að ræða.
Friðrik mikli Prússlandskonungur,
sem var velhæfur tónlistarmaður,
þótt um áhugamennsku eina væri
að ræða, bauð honum til hirðarinn-
ar í Potsdam. Konungur sendi strax
eftir Bach, er hann var kominn til
Potsdam, og hrópaði upp yfir sig í
hrifningu: „Bach gamli er kominn!"
Bach eyddi kvöldinu með konungi
og hirð hans og gladdi konung
geysilega með því að semja fúgu,
grundvallaða á stefi eftir konung.
Þegar Bach var kominn heim