Úrval - 01.03.1970, Blaðsíða 94
92
ÚRVAL
SIGURJÖN SIGURÐSSON,
LÖGREGLUST JÓRI:
Sigurjón Sigurðsson er fædd-
ur 16. ágúst 1915 í Reykjavík.
Foreldrar hans eru Sigurðui
Björnsson, brunamálastjóri, og
Snjólauig Sigurjónsdóttir. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1935 og
lögfræðiprófi frá Háskóla Is-
lands 1941. Hann starfaði hjá
Sjóvátryggingafélagi Islands í
eitt ár að námi loknu, en var
síðan fulltrúi lögreglustjórans
í Reykjavík frá 1944—47. Þá
var hann settur lögreglustjóri
og siðan skipaður 13. febrúar
1948. Sigurjón. hefir gegnt fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
ríki og bæ, meðal annars haft
yfirumsjón með bifreiðaeftirliti
rikisins og verið formaður .um-
ferðalaganefndar, svo að fátt
eitt sé nefnt. Þá hefur hann
einnig verið setudómari í
nokkrum málum. Sigurjón er
kvæntur Sigriði Magnúsdóttir
Kjaran.
V__________________________________/
„Áttu við að ættleiða hann?“
„Það veit ég ekki. Það er óþarfi
að taka ákvörðun um það strax,“
sagði hún.
„En þú veizt, að það er áhætta
fyrir okkur að hætta okkur út í
þetta, án þess að við höfum tryggt
okkur lagalegan rétt til drengsins.
Gerum ráð fyrir, að Julio eða Mar-
ia ákveði að taka drenginn af okk-
ur aftur? Þá yrðum við í vanda
stödd.“
„Erum við ekki nú þegar í vanda
stödd, Joe?“
Hún hafði rétt fyrir sér. Við höfð-
um þegar tekið áhættuna. Ég hafði
verið að taka á mig sífellt meiri
áhættu síðustu þrjú árin.
Við ræddum þetta lengi. Svo tal-
aði ég við Maríu og Julio nokkrum
dögum síðar, hvort í sínu lagi, með
hjálp túlks. Eg lagði áherzlu á að
okkur Dottie þætti vænt um Poppo
og vildum gjarnan, að hann byggi
hjá okkur, en þessu fylgdu engar
kröfur og hann væri sonur þeirra í
lagalegum skilningi eftir sem áður.
Við hættum því við, að ef til vill
myndum við ræða síðar við þau um
ættleiðingu, ef Poppo kærði sig um
og þetta gengi allt vel. Þau sam-
þykktu þetta hvorí um sig og virt-
ust þakklát. Þau voru bæði beztu
manneskjur og óskuðu þess heitt,
að eitt barna þeirra fengi að
minnsta kosti að njóta allra þeirra
gæða, sem þau myndu aldrei geta
veitt.
Og þannig atvikaðist það, að
Poppo fluttist til okkar, eins og
hann hafði alltaf ætlað sér. Það var
erfitt að segja til um, hvort hin
mikla áætlun hans reyndist fram-