Úrval - 01.03.1970, Síða 93

Úrval - 01.03.1970, Síða 93
POPPO 91 ar viðtökur voru mér sönnun þess, að svo væri. VIÐ HÆTTUM Á AÐ TAKA ÁKVÖRÐUN Ég hélt, að Poppo ætti erfitt með að snúa aftur til borgarinnar. Mér hafði ekki dottið í hug, að ég myndi eiga erfitt með það Dottie varð að fara í vinnu daginn eftir að við komum heim aftur. Og skyndilega virtist íbúðin okkar verða svo geysilega rúmgóð — óþarflega rúm- góð. Ég fann til löngunar til þess að fara út, stíga upp í leigubíl og aka niður á Frontstræti. Hvernig stóð á því, að ég, mið- aldra maðurinn, sat þarna hugsi og lét hugaróra lítils snáða smjúga inn í huga minn og taka sér bólfestu? „Joe, ég vil, að þú skalt vera pabbi minn.... Joe, pabbi minn ekki getur fá nóg af peningum ... Hann vill fara aftur til Puerto Rico, Joe, og skilja mig hjá þér eftir.“ Leið níu ára snáða inn í draumalandið . . . stytzta leiðin! En sú leið hafði í för með sér óhainingju fyrir mig, fyrir Dottie og einnig fyrir Poppo. Við Dottie vorum bæði á sextugs- aldri, of gömul til þess að taka barn í fóstur. Þótt Poppo værí oft krakka- legur í háttum, þá var hann þegar að miklu leyti mótaður, og árin, sem hann hafði mótazt á, hafði hann dvalið í umhverfi, sem var al- veg gjörólíkt öllu, sem við áttum að venjast. Þótt hann þarfnaðist ýmis- legs, sem faðir hans gat ekki veitt honum, átti hann samt móður, sem hann tilbað. Hvers vegna þarfnað- ist ég þá þessa drengs . . eða hann mín? En hvers vegna átti ég að vera með þessar vangaveltur? Eg hafði alls ekki séð Poppo þessa þrjá daga, síðan við snerum heim frá Skjóley! Síðari hluta þessa dags var bjöll- unni samt hringt. Það var Poppo. „Joe, má við koma upp?“ Hann var með Francisco, yngri bróður sinn, með sér, og var í himnaskapi eins og venjulega. Hann rak upp alls konar hljóð, hermdi eftir öllu og öllum, flaugst á við bróður sinn. Ég var ánægður yfir því, að Poppo hafði að minnsta kosti ekki reynzt neinn bjáni. Hann hafði snúið heim til Frontstrætis að nÝju og tekið að lifa sínu fyrra lífi, glaður að vanda. En þá leysti Francisco frá skjóð- unni: „I gær Poppo var að grenja . . . í allan gær . . . af því . . . hann vilja koma hingað . . . og pabbi ekki vilja láta hann koma hing- að....“ Eg sneri mér að Poppo. Hann varð feiminn. „Pabbi vildi ekki . . . ég gera þér ónæði . . Joe. Hann ekki veit . . . við komum hingað í dag.“ Eg sagði Poppo. að ég vildi að vísu hitta hann, en hann mætti samt ekki óhlýðnast föður sínum. Og svo fór ég með drengina í leigu- bíl til Frontstrætis. Ég lét eins og ekkert væri. Ég sagði Dottie frá heimsókn Poppos, þegar hún kom heim. „Aumingja snáðinn," sagði ég. „Bara það væri nú eitthvert ráð . . . til. . . .“ „Heyrðu, vinur,“ greip Dottie fram í fyrir mér, „ef þú vilt taka Poppo að þér, þá skaltu gera það!“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.