Úrval - 01.03.1970, Qupperneq 96

Úrval - 01.03.1970, Qupperneq 96
94 ÚRVAL Við fórum prýðilega af stað. Ég fór niður í Frontstræti í fyrrádag og náði í Poppo. Hann var tilbúinn. Einu eignirnar hans voru fötin hans, en við höfðum keypt flest þeirra, og reiðhjól, sem ég hafði gefið honum fyrir nokkrum vikum. Hann kann ekki vel á það ennþá, en hann bætir það bara upp með hugrekki sínu. Hann skellir sér í hnakkinn eins og kúasmali á bak hesti sínum í kvikmyndunum og lendir til allrar hamingju á hnakkn- um. Það er ógnvekjandi fýrir nýjan föður að horfa upp á slíkt, en ég verð að venjast slíku. Þetta er bara hin venjulega aðferð Poppos, þegar skal glíma við óþekkta hluti. Hann er ekki lágvær. Hann gólar og gargar, syngur og öskrar. Hann getur hermt alveg stórkostlega eftir hinum lélegri skemmtikröftum sjónvarpsins og sungið söngva þeirra á enn ferlegri hátt og dans- að enn fáránlegar. Hann getur breytt sér í allra kvikinda líki, síð- asta dægurlagasöngvarann, sem lít- ur út eins og vandræðaunglingur og allir dá, fjörgamlan, boginn karl, sem staulast glottandi á eftir kven- manni. Hann getur blístrað á hinn furðulegasta hátt. Hann segist kunna ,,tíu blístursaðferðir“. Af tilviljun heyrði hann mig tala í síma við vin minn í gær, fyrsta daginn á nýja heimilinu. „Við ætl- um að hafa hann um tíina, kannske í ár, kannske í styttri tíma, án þess að þetta sé bindandi á nokkurn hátt,“ sagði ég við vin minn. „Svo ættleiðum við hann sjálfsagt." Þegar við Poppo höfðum rætt þetta mál, hafði ég alltaf sagt við hann, „að hann ætti að koma til okkar og eiga heima hjá okkur.“ Því skildi hann ekki orðið „að ætt- leiða“. Það eina sem hann skildi af símtali þessu, var að við ætluðum að hafa hann sjá okkur í ár eða kannske í styttri tíma. Þegar ég sleit símtalinu, kom hann inn úr dyrunum stúrinn á svipinn. Það var líkt og hann væri búinn að glata sínum síðasa vini í henni veröld. Svo hljóp hann til mín, stökk upp í kjöltu mér og þrýsti andliti sínu fast að andliti mínu. Hann var ótta- sleginn á svipinn. „Joe, þegar ég spyrja pabba, hvað lengi hann vilja láta mig eiga heima hjá þér, þá hann segja: >,Para si- empre. — Þú veizt, hvað það þýða, Joe?“ Ég vissi það ofur vel. „Alltaf". Ég hafði heyrt föður hans segja það. Ég hafði þá tekið eftir því af svip drengsins, að hann var særður. Þessi orð föður hans höfðu verið honum áfall. Og nú er ég horfði framan í andlit Poppos, sá ég, að þessi orð voru letruð í huga hans. Hann hafði að vísu viljað koma til okkar, og hvað sem að baki þeirri ósk kann að hafa legið, þá hafði hann ekki búizt við því að heyra föður sinn mæla slík örlagaorð — „Para siempre“. Þessi ákvörðun föður hans var of endanleg. Ég útskýrði fyrir honum, að hann hefði misskilið það, sem ég hafði sagt í símann. É'g sagðist bara hafa átt við, að við Dottie gætum sannað það á heilu ári eða styttri tíma, að þessari ákvörðun yrði ekki haggað. „En við erum ekki þau einu, sem geta ákveðið þetta. Pabbi þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.