Úrval - 01.03.1970, Page 58

Úrval - 01.03.1970, Page 58
56 ÚRVAL fyrir augunum á henni. Við þetta ástand fann Katrín til auðmýking- ar og reyndi að draga fjöður yfir það. En án þess að hún gerði sér sjálf grein fyrir því, gróf þetta at- hæfi undan ástum hennar til hans. Orloff skildi ekkert frekar en vant var og hélt áfram uppteknum hætti í svalli sínu — á hraðri leið til glötunar. Bólusóttin í Moskvu þyrmdi hon- um um skeið. Rétt fyrir 1770 hafði Katrín drottning látið bólusetja sig, fyrst allra í Rússlandi og fengið Orloff til þess að láta bólusetja sig líka. Hann átti því að vera örugg- ur fyrir sóttnæminu og var því sendur til Moskvu til þess að hefja varnir gegn pestinni þar. En þegar hann var farinn blossaði ást Katr- ínar til hans upp á ný og hrifningu hennar yfir dirfsku elskhugans voru engin mörk sett. Gregor Orloff var í hennar augum „hinn óviðjafnan- legi og dýrðlegi“. Dýrðlegar veizl- ur voru haldnar honum til heiðurs og engar gjafir þóttu of góðar handa honum. En samt var farið að halla undan fæti og þessi tilbeiðsla var eins konar áningarstaður á leið- inni ofan klifið. Það var ekki sami ástríðueldurinn í tilbeiðslu Katrín- ar og fyrr. Þótt hún fyndi þetta siálf var Orloff andvaralaus sem áður. Katrínu fannst hún þurfa að koma Orloff í burtu til þess að geta gert sér ljósa grein fyrir hvernig sakirnar stæðu. Hún sendi hann þess vegna til friðarsamninga við Tyrki í Tosanci. Hinn voldugi Or- loff þóttist ekki geta gert sér að góðu að semja samkvæmt þeim fyrirskipunum, sem hann hafði fengið. Samkvæmt þeim átti hann að ná friði, hvað sem það kostaði. En Orloff voru engir friðarsamn- ingar í huga. Hann vildi halda styrjöldinni áfram og vinna sér lár- viðarsveig sem aldrei visnaði. Auk þess hafði hann engan tíma til að semja, því að hann var í sífelldum veizlum og sýndi sig þar í klæðum, sem voru alsett demöntum og kost- uðu milljónir rúblna. Hann hafði þegið klæðin að gjöf frá Katrínu fyrir að binda skjótan enda á styrj- öldina við Tyrki! Meðan á þessum dýrðlegu veizl- um stóð, frétti Orloff að Katrín hefði fengið sér nýjan elskhuga fyr- ir hálfum mánuði síðan. Þá sleit hann veizlunum og hélt tafarlaust til St. Pétursborgar. Nú biðu hans sár vonbrigði. Skammt fyrir utan borgina biðu hans sendimenn frá drottningunni og boðuðu honum, að hann yrði að fara í fjögurra vikna sóttkví. Hann kæmi að sunnan og þar hefðu ný- lega komið upp nokkur bólusóttar- tilfelli. Þá gleymdi Katrín því vilj- andi, að Orloff var ómóttækilegur fyrir veikinni. í fyrsta skipti í tólf ár rann það upp fyrir honum, að frillan var yfirboðari hans og hann var aðeins þegn. En ekki hafði hann greind til að skilja hvað verða vildi. Hann fékk skipun um að afsala sér öllum embættunum, en neitaði því harðlega. Katrín reyndi samninga- leiðina. Hún bauð honum að halda launum sínum sem ,persónulegur aðstoðarforingi“, 150.000 rúblum, og allar hallir drottningarinnar fyrir utan Moskvu skyldu honum heimil-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.