Úrval - 01.12.1971, Page 10
8
ÚRVAL
láta það flakka?"
„Þú skalt ekki fresta
því til morguns, sem
hægt er að gera í dag!“
er góð regla, þegar um
jákvæða hluti er að
ræða. En hér á hún ekki
við, heldur annað mál-
tæki: Frestur er á illu
beztur Eftir einn dag
eða jafnvel enn skemmri
tíma er gremjuefnið oft
rokið út í veður og vind.
En það kostar oft mik-
ið átak að stilla sig í
þessum efnum, sérstak-
lega ef fólk hefur innst
inni lúmska ánægju af
að stæla eða jagast.
Þetta er mikið alvöru-
mál. Ef ekki er fyrir
hendi skynsemi og
sjálfsagi til að sigrast á
vanstillingunni, er illt
nærri. Skapergi og
nöldur hefur tilhneig-
ingu til að aukast smátt
og smátt, sé þessum löst-
um gefinn laus taumur-
inn. Það er ekki ósvipað
eiturlyfjanotkun. Sífellt
stærri og þéttari
skammta þarf til að
fullnægja lönguninni.
Þess vegna er bráðnauð-
synlegt að koma í veg
fyrir ósómann í tíma.
Og það er hægt ef vilji
er fyrir hendi. Öll eig-
um við að geta tamið
skap okkar svo, að við
getum lifað þessi fáu
jarðvistarár okkar til-
tölulega sátt við guð og
menn.
Eiginkonan segir kvörtunarrómi við eiginmanninn, þar sem þau sitja
fyrir framan sjónvarpið: „Þú ert bara alveg 'hættur að tala við mig í
hléunum á milli hálfleikja!"
Ralph Kiner, baseballstjarnan fyrrverandi, segir eftirfarandi sögu um
konuna sína, sem hafði verið mjög igóður tennisleikari. Kiner fullviss-
aði hana um, að hann skyldi læra að leika tennis og læra það svo
vel, að hann gæti sigrað -hana. Og að lokum rann sá dagur upp, að hann
sigraði hana: 7 á móti 5. „Og tveim dögum síðar,“ bætir Kiner svo við,
„fæddist fyrsta barn okkar."
Leonard Lyons.
Kennslukonan var að ávita dreng, sem hafði verið að blóta. „E,f þér
finnst, að iþú þurfir að segja eitthvað krassandi, þ-ví segirðu þá ekki
-bara: „Ja, hérna! eða eitthvað annað slíkt?“ spurði hún. „Pabbi þinn
blótar ekki, eða er það?“
„Jú, frú,“ svaraði drengurinn.
„Jæja, gerðu ráð fyrir, að hann væri að vinna úti i garði og stigi á
-hausinn á garðhrifu og hún sporðreistist upp á endann og skaftið lemdi
hann bylmingshögg í hnakkann. Hvað mundi hann þá segja?“ spurði
kennslukonan.
Þá svaraði drengurinn: „Hann mundi segja: Þú kemur snemma
heim í dag, elskan!"
F.G. Kernan.