Úrval - 01.12.1971, Side 21
MIRAGE — FRANSKA UNDRAÞOTAN
19
Marcel Dassault
maöurinn á bak viö frönsku undra-
þotuna.
Hann er sonur læknis frá París
og hét upphaflega Marcel Bloch. 21
árs gamall, en það var 1913, var
hann í hópi hinna fyrstu kandí-
data, sem gengu út úr franska skól-
anum „Ecole Nationale Supériaure
d‘Aéronautique“, og í fyrri heims-
styrjöldinni teiknaði hann bylting-
arkenndan flugvélarmótor í
sprengjuflugvélar franska flughers-
ins.
Dassault er af Gyðingaætt, en
þegar nasistarnir hernámu Frakk-
land 1940, buðust þeir til að láta
hann í friði, ef hann vildi teikna
fyrir „Luftwaffe". Dassault sagði
nei. Hann hafði nefnilega ákveðið
að elta bróður sinn inn í neðan-
jarðarhreyfinguna, en áður en hann
lét verða af því, handtóku nasistar
hann og fóru með í Buchenwald
fangabúðirnar. Þar varð heilsa hans
fyrir miklu skakkafalli. Núorðið
þolir hann af þeim sökum illa
kulda og verður að vera í þykkum
ullarfrakka upp á hvern dag. Og
vegna þess hve sjón hans hrakar,
verður hann alla tíð að ganga með
dökk gleraugu.
Eftir frelsunina lét hann skírast
til kaþólskrar trúar og tók upp
nafnið Dassault, en það var dul-
nefni sem bróðir hans notaði í and-
spyrnuhreyfignunni. Hann byrjaði
aftur að hanna flugvélar, og þegar
í byrjun sjötta áratugsins, hafði
hann komið sér upp iðnaði, sem
framleiddi merkilegar, hljóðfráar
sprengjuflugvélar. Franski flug-
vélaiðnaðurinn fékk á sig alþjóð-
legan gæðastimpil og frægðin sótti
Marcel Dassault heim.
Hann byrjaði að hanna Mirage-
þotuna í ársbyrjun 1952, þegar vest-
rænar þjóðir fóru að keppa við rúss-
nesku MIG-15, sem sýndi svo mikla
yfirburði í Kóreu-stríðinu.
Dassault lét 10 unga verkfræð-
inga vinna að verkinu undir stjórn
Jean Roualt, sem nú er yfirmaður
rannsókna- og framþróunardeilda
fyrirtækisins. Hann gaf þeim eitt
ráð að hugsa um við verkið:
„Gleymið því til hvers hún er
gerð. Okkar vél á að verða eitthvað
alveg nýtt.“
Niðurstaðan varð flugvél, sem
sýndi ágæti sitt, þeim mun sem
frönskum tókst að gera hana. Hin
fyrsta Mirage var sem rafheili.
Fljót og lét vel að stjórn, hún var
tiltölulega ódýr og vóg aðeins fimm
tonn. Hún var ólík fyrri sprengju-
þotum að því leyti, að á henni var
27 rúmmetra stórt deltaplan, sem
gert var úr áli, og reyndist léttara