Úrval - 01.12.1971, Qupperneq 28
26 ÚRVAL
Aldrei úður — ekki fyrr en hann var 35 ára gamall — hafði hann
verið verulega, fullkomlega, yfir sig ástfanginn . . .
Hinrik 8.
og Anna Boleyn
EFTIR ROBERT STERN
\V
/K
BiíílíívvK' °ksins var konungurinn
ástfanginn. Hann var
35 ára að aldri, feitur,
drykkjumaður
og átvagl — og hafði
verið kvæntur í 17 ár.
L
****
'K-
\V
)íí mikill
Óg á mælikvarða þeirra tíma og
ensku hirðarinnar, sem mjög hneigð-
ist til ástarbralls, mátti hann teljast
hafa verið konu sinni sæmilega trúr
lengst af þeim tíma. Þó var á allra
vitorði að hann hafði átt í ástaræv-
intýri með Elisabeth Blount, sem
hafði fætt honum son, að nafni
Henry Fitzroy (sem þýðir sonur
konungs). Og vafalaust hafði hann
daðrað við margar hirðdömur og
fleiri.
En aldrei áður — ekki fyrr en
hann var 35 ára gamall •— hafði hann
verið verulega, fullkomlega, yfir sig
ástfanginn.
Drottning hans var Katrín af Ara-
gon. Hún hafði komið frá Spáni til
þess að ganga að eiga eldri bróður
hans, Arthur, prinsinn af Wales og
ríkisarfa. En hann dó skömmu eftir
giftinguna. Það var talið hagkvæmt
að gifta Katrínu Hinriki, yngri bróð-
ur Arthurs, og tilvonandi konungi.
Og með páfalegri undanþágu, þar
sem Katrín var mágkona Hinriks og
því í fyrstu gráðu tengdum við
hann, voru þau gefin saman. Hinrik
var aðeins 18 ára, en Katrín 23.
Hinrik VIII. var guðhræddur og
skyldurækinn. Hann var einnig hár
vexti og mikill aflraunamaður, mik-
ið fyrir útilíf og sérlega fríður sýn-
um. Hin prúða spænska stúlka, sem
af hlýðni við erfðavenjur þjóðhöfð-
ingja hafði farið frá Spáni til að
giftast bróður hans, hafði dáð Hin-
rik frá þeirri stundu, er hún kom
fyrst til Englands. Henni var því
síður en svo á móti skapi, þegar
farið var að ympra á því, að þau
gengju í hjónaband. Vissulega var
hún sjálf enginn fegurðardís, og
prúð á sinn veluppalda spænska
hátt, en því fór samt fjarri að hún
væri gjörsneydd rómantík. Og Hin-
rik var rómantískur. Hún auðsýndi
honum hollustu og aðdáun sína —