Úrval - 01.12.1971, Page 31

Úrval - 01.12.1971, Page 31
HINRIK 8. OG ANNA BOLEYN 29 Vitanlega var hún metnaðargjörn. Hún kaus heldur að verða drottning en ástmey konungsins. Það hlýtur að hafa þegar komið til orða, að leysa upp hjónaband Hinriks og Katrínar, sem hægt myndi að líta á sem ógilt, þar sem hún hafði verið kona bróður hans •— enda þótt það hefði hlotið sérstakt leyfi með páfa- legri undanþágu. En það virtist hvíla bölvun yfir þessu hjónabandi, sök- um hins sífellda barnadauða. Ef til vill hefur Anna trúað þvi, að hún gæti orðið drottning, ef hún stæði gegn tilraunum konungs til að gera hana að ástmey sinni. Og hún gat ekki verið í vafa um, hve mikið aðdráttarafl hún hefði á hann. Allmörg ástarbréf hans til henn- ar hafa varðveitzt. Hann hafði verið ástfanginn í henni í heilt ár, er hann ritaði þetta bænarskjal: „Þegar ég hef í huganum farið yfir innhald síðustu bréfa yðar, hef ég liðið miklar þjáningar fyrir það, að vita ekki, hvernig málin stóðu — hvort þau voru mér í óhag, eins og virðast mátti af ýmsum stöðum í þeim, eða mér í hag, eins og mér skildist af öðrum. Nú bið ég yður af hinn mestu alvöru, að gefa mér fulla vitneskju um fyrirætlanir yðar að því er varðar ást okkar beggja. Því er mér bráð nauðsyn að fá svar yðar um þetta, þar sem nú er meira en heilt ár síðan ég varð fyrir ör ástarinnar, og veit þó enn ekki með vissu, hvort mér hefur mistekizt eða hvort ég hef fengið rúm í hjarta yðar og ástúð. Þessi óvissa hefur upp á síðkastið aftrað mér frá því að nefna yður ástmey mína“ (Aths.: orðið ástmey Hinrik 8. og Anna Boleyn. (mistress) hafði á þeim dögum ekki þá sérstöku merkingu, sem það hef- ur á vorum tímum, en átti aðeins við konu, sem maður dáði og var fullkomlega trúr, hvort sem þau voru raunverulegir elskendur eða ekki) „þar sem þér berið til mín að- eins hversdagslega hlýju. En ef þér eruð fús til að gera skyldu yðar sem sönn og trú ástmey, og gefa yður, af líkama og sál, mér, sem mun verða, eins og ég hef verið, yðar tryggasti þjónn (ef þrákelkni yðar aftrar mér ekki frá því), þá lofa ég yður því, að þér skuluð ekki aðeins hljóta nafnið, heldur einnig að ég mun gera yður að ástmey minni, og víkja frá mér öllum öðrum, sem keppa við yður, úr hugskoti mínu og ástúð, og þjóna yður einni. Ég sárbæni yður að veita mér full-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.