Úrval - 01.12.1971, Síða 31
HINRIK 8. OG ANNA BOLEYN
29
Vitanlega var hún metnaðargjörn.
Hún kaus heldur að verða drottning
en ástmey konungsins. Það hlýtur
að hafa þegar komið til orða, að
leysa upp hjónaband Hinriks og
Katrínar, sem hægt myndi að líta á
sem ógilt, þar sem hún hafði verið
kona bróður hans •— enda þótt það
hefði hlotið sérstakt leyfi með páfa-
legri undanþágu. En það virtist hvíla
bölvun yfir þessu hjónabandi, sök-
um hins sífellda barnadauða.
Ef til vill hefur Anna trúað þvi,
að hún gæti orðið drottning, ef hún
stæði gegn tilraunum konungs til að
gera hana að ástmey sinni. Og hún
gat ekki verið í vafa um, hve mikið
aðdráttarafl hún hefði á hann.
Allmörg ástarbréf hans til henn-
ar hafa varðveitzt. Hann hafði verið
ástfanginn í henni í heilt ár, er hann
ritaði þetta bænarskjal:
„Þegar ég hef í huganum farið
yfir innhald síðustu bréfa yðar, hef
ég liðið miklar þjáningar fyrir það,
að vita ekki, hvernig málin stóðu
— hvort þau voru mér í óhag, eins
og virðast mátti af ýmsum stöðum í
þeim, eða mér í hag, eins og mér
skildist af öðrum. Nú bið ég yður af
hinn mestu alvöru, að gefa mér fulla
vitneskju um fyrirætlanir yðar að
því er varðar ást okkar beggja.
Því er mér bráð nauðsyn að fá
svar yðar um þetta, þar sem nú er
meira en heilt ár síðan ég varð fyrir
ör ástarinnar, og veit þó enn ekki
með vissu, hvort mér hefur mistekizt
eða hvort ég hef fengið rúm í hjarta
yðar og ástúð.
Þessi óvissa hefur upp á síðkastið
aftrað mér frá því að nefna yður
ástmey mína“ (Aths.: orðið ástmey
Hinrik 8. og Anna Boleyn.
(mistress) hafði á þeim dögum ekki
þá sérstöku merkingu, sem það hef-
ur á vorum tímum, en átti aðeins
við konu, sem maður dáði og var
fullkomlega trúr, hvort sem þau
voru raunverulegir elskendur eða
ekki) „þar sem þér berið til mín að-
eins hversdagslega hlýju. En ef þér
eruð fús til að gera skyldu yðar sem
sönn og trú ástmey, og gefa yður,
af líkama og sál, mér, sem mun
verða, eins og ég hef verið, yðar
tryggasti þjónn (ef þrákelkni yðar
aftrar mér ekki frá því), þá lofa ég
yður því, að þér skuluð ekki aðeins
hljóta nafnið, heldur einnig að ég
mun gera yður að ástmey minni, og
víkja frá mér öllum öðrum, sem
keppa við yður, úr hugskoti mínu
og ástúð, og þjóna yður einni.
Ég sárbæni yður að veita mér full-